25.6.05

Bananakaka Siggu B!!

2 Egg
1 dl sykur

1 tsk vannilusykur
1tsk lyftiduft
1 eda half tsk salt
3 dl hveiti
100-150 gr smjor brætt
3 bananar eda fleirri

Okay thetta er bara besta bananakaka i heimi, er buin ad baka hana fyrir vinnuna og thau eru vitlaus i hana svo mer datt i hug ad skrifa hana hingad!

Sko thid eigid ad theyta sykurinn og egginn lengi svo thetta verdi svona eggjapuns, svo bætid vannilusykri og lyftidufti i og salti, svo hrært saman og svo hveitid og allt hitt sett saman vid!!
Thetta er til dæmis gott ad gera sem muffinst og tha getid bætt hindberja sultu i (bara nokkarar muffins til ad profa) eda sukkuladi med, eg baka oft eina koku og svo læt sultu i restina a deiginu og geri muffinst!!!

Ja gleymdi baka i svona 25 til 30 min a 200, en fylgjast vel med er ljos kaka!
Eg geri alltaf dobbel uppskrift og set 6 banana i!!
Og thetta er svo god kaka, vinkona min hun Lilja gaf mer uppskriftina!!!

Knus knus Sigga Birna

24.6.05

Oreo ostakaka


1.skál
1 bolli flórsykur
200 g rjómaostur
Hrært saman

2.skál
1 bolli nýmjólk
1 pakki royal vanillubúðingur
1 tsk vanilludropar
Hrært saman

3.skál
1 peli þeyttur rjómi

Skálum 1, 2 og 3 blandað saman (ljóst mauk). 24 oreokökur muldar í mixara og settar í mót, u.þ.b. 1/3 af ljósa maukinu, 1/3 af kökumylsnunni o.s.frv - endar á kökumylsnunni.

21.6.05

Rabarbarapæ

400-500gr. rabarbari
1/2 dl hveiti
2 egg
2 1/2 dl sykur

Þessu öllu hrært saman og sett í­ eldfast mót.
Eftirfarandi er mulið saman og dreift ofan á:

1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr. smjör

bakað í­ 45 mí­n við 200°C

Ís eða þeyttur rjómi hafður með.

Indverskur kjúklingaréttur með mango chutney

Indverskur kjúklingaréttur, mango chutney og ekki sterkur:

6 kjúklingabringur
Kjúklingakrydd
2 bananar
½ lítri rjómi (matreiðslurjómi.. hann er hollari ;O)
1 ½ krukka mango chutney ( frá Green label)
1 msk karrý (frá Rajah)
1 tsk tandoori krydd (Rajah eða Pottagaldrar)

Svo er þetta bara alveg imba auðvelt - steikja kjúklingabringurinar smá og krydda. Svo finnst mér best að hita allt hitt gumsið (fyrir utan bananana) bara örstutt í potti, bara rétt til að blanda því saman.
Kjúllinn settur í eldfast mót, bananarnir skornir niður og þeim
dreift yfir og að lokum er sósunni hellt yfir allt saman. Þessu er svo bara skellt inní ofn í 30-40 mín við ca. 180 gráður - getur það orðið mikið auðveldara!! ;o)

gott er að hafa brauð og hrísgrjón með ...
verði ykkur að góðu skvísur og fjölskyldur
kveðja,
Rósie

20.6.05

Límónu - sojakjúklingur

4 Kjúklingabringur (beinlausar og skinnlausar)
100 ml nýkreistur Lime safi (Úr ca 2 lime)
100 ml Sojasósa
3 msk Olía
3-4 Hví­tlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk Sykur
1 msk Rósmarí­n, ferskt, smátt saxað (Ég hef notað þurrkað og þá minna af því­)
1 tsk Oregano
1 tsk Chilikryddblanda
1/2 Chili aldin

Kjúklingabringum raðað á fat. Allt hitt sett í skál, hrært saman og hellt yfir. Látið liggja í­ kryddleginum í­ kæli í­ 6-12 klst og snúið við öðru hverju. Útigrill eða grill í­ ofninum hitað. Bringurnar eru teknar úr leginum og grillaðar við meðalhita í­ 10-15 mí­n eftir þykkt; snúið við öðru hverju og penslaðar nokkrum sinnum með kryddleginum. (Ég hef sett þær í­ ofninn í­ ca 20-25 mí­n).

Tilvalið meðlæti: hrí­sgrjón eða hrí­sgrjónanúðlur, sweet chili sósa og steikt/grillað grænmeti.

Mexí­kanskt lasagne

5 - 6 kjúklingabringur
1/2 laukur
2 rauðar paprikur
1 bréf Burritos krydd mix (má vera taco krydd mix)
2 dósir taco/salsa sósa
1/2 ltr matreiðslurjómi
6 Tortillas pönnukökur
Rifinn ostur

Skerið kjúkling í­ bita og lauk og paprikur í­ lengjur. Steikið laukinn og paprikuna á pönnu, kjúklingnum bætt viðog allt kryddað með burrito krydd mixi. Þegar kjúklingurinn er orðinn steiktur er salsa sósunni og rjómanum bætt út í­ og látið malla um stund.

Pönnukökurnar eru skornar til í­ botninn á eldföstu móti. Síðan er settur kjúklingur og pönnukökur til skiptis og endað á kjúklingi. Að lokum er rifnum osti dreift yfir.Sett í­ miðjan ofn við 200°C og jafnan hita í­ ca 15 mí­n eða þar til osturinn er vel bráðnaður.

Passar fyrir 4-6 (fer eftir stærð og matarlyst viðkomenda!).

Inga breytir þessu aðeins:

Ég nota 4-5 bringur, 1 lauk, 1.5 papriku ca. Í stað rjómans nota ég oftast nýmjólk (má einnig nota sýrðan rjóma) og þá aðeins minna af henni. Ég bæti gjarnan maísbaunum út í. En það er um að gera að nota hugmyndaraflið!

DO RE MI FA SO LASAGNA

1 bolli ricotta ostur
¾ bolli kotasæla
½ bolli frosið spí­nat, þí­tt, kreist og saxað
1 eggjahvíta
½ tsk oregano
12 lasagna plötur, ferskar
1 grillaður kjúklingur (ca. 1 kg)
4 bollar grænmetis-pastasósa með bitum, (chunky)
1 bolli fetaostur, mulinn
1 ½ bolli rifinn mozzarella ostur
¼ bolli svartar ólífur, saxaðar
¼ bolli steinselja, söxuð

Blandið saman í­ skál, ricotta osti, kotasælu, spínati, eggjahvítu og oregano. (Gott að saxa spínatið í matvinnsluvél og bæta svo hinu útí)

Takið skinnið af kjúklingnum og brytjið í munnbita. Kjötmagnið ætti að vera ca.3 ½ bolli.

Sprayið eldfast mót ca 22cm x 32cm, með non-stick sprayi, og setjið lasagnað saman þannig:
1 bolli pastasósa yfir botninn, 4 lasagnaplötur, aftur 1 bolli sósa, næst 1/3 af kjötinu svo 1/3 feta, 1/3 mozzarella og 1/3 ólí­fur. Aftur 4 lasagnaplötur, svo 1 bolli sósa, 1/3 kjöt, öll osta-spí­nat blandan, svo 1/3 feta, 1/3 mozzarella, 1/3 ólífur. Að lokum síðustu 4 plöturnar, svo það sem eftir er af sósu, kjöti, feta, mozzarella og ólí­fum.
Stráið steinselju yfir.

Hyljið lauslega með álpappí­r og bakið við 190° í 45 mín. Takið álpappírinn af þegar 5 mínútur eru eftir af tímanum. Látið rjúka í­ 10 mín áður en borið er fram.

(Áætlað fyrir 8 manns)