100 gr Lion bar
100 gr saxað suðusúkkulaði
150 gr púðursykur
80 gr smjörlíki
1 egg
160 gr hveiti
1/4 tsk natron
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar
Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar
Hér lagaði ég líka aðeins. Hrærði fyrst egg, púðursykur, smjörlíki og vanilludropa saman þar til það varð "ljóst og létt" og bætti svo þurrefnunum út í. Blandan var ALLTOF þurr svo ég bætti við einu eggi, einnig notaði ég ½-1 tsk af natron. Að lokum notaði ég of mikið Lion bar þar sem ég keypti 3 stk í pakka og hvert þeirra er 45 gr. Notaði sem sagt 135 gr af Lion bar og það er BARA gott!!!
2.12.05
Marsipansmákökur
500 gr marsipan
300 gr flórsykur
1-2 eggjahvítur
2msk hveiti.
Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum. Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Bræddu súkkulaði smurt ofan á.
Svona leit uppskriftin út þar sem ég fékk hana en það vantar alveg í þessa hvað maður á að gera við flórsykurinn!!
En ég sem sagt setti hluta af honum á borðið, reif marsipanið ofan á og restina af flórsykrinum þar ofan á. Bleytti í með ca 1½ eggjahvítu, hnoðaði þar til ég var komin með þykkt deig og notaði hveiti á borðið og kökukeflið. Bakaði svo við ca 125-150°C þangað til þær voru ljósbrúnar. Notaði bæði suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaði ofan á og held að hjúpsúkkulaðið sé betra, harðnar amk MUN fyrr! :)
300 gr flórsykur
1-2 eggjahvítur
2msk hveiti.
Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum. Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Bræddu súkkulaði smurt ofan á.
Svona leit uppskriftin út þar sem ég fékk hana en það vantar alveg í þessa hvað maður á að gera við flórsykurinn!!
En ég sem sagt setti hluta af honum á borðið, reif marsipanið ofan á og restina af flórsykrinum þar ofan á. Bleytti í með ca 1½ eggjahvítu, hnoðaði þar til ég var komin með þykkt deig og notaði hveiti á borðið og kökukeflið. Bakaði svo við ca 125-150°C þangað til þær voru ljósbrúnar. Notaði bæði suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaði ofan á og held að hjúpsúkkulaðið sé betra, harðnar amk MUN fyrr! :)
1.12.05
Sörur
BOTN:
200 gr fínt malaðar möndlur, best að taka möndluflögur og mala þær (ég krem þær bara í morteli)
3 ¼ dl flórsykur sigtaður
3 eggjahvítur
Eggjahvíturnar stífþeyttar. Möndlunum blandað saman við flórsykur og því svo blandað saman varlega við þeyttar eggjahvíturnar. Deigið sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 180°c þangað til þær eru tilbúnar, u.þ.b. 10 mínútur.
ATH. Fylgjast vel með kökum í ofninum.
SMJÖRKREM:
¾ dl sykur
¾ dl vatn
3 eggjarauður
150 gr smjör, búið að standa
1 matsk kakó1 tsk kaffiduft, (kremja þangað til það er orðið að púðri)
Vatn og sykur soðið saman í sýróp, tekur ca. 8-10 mín. Sýrópið þarf að vera farið að þykkna, passa að þetta sé ekki vatn með sykri lengur. Þeyta eggjarauður þangað til þær eru kremgular og þykkar. Hellið þá sýrópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Látið kólna. Mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan. Kakó og kaffidufti bætt út í. Þá er kremið tilbúið. Kremið þarf að kólna mjög vel. Set það í ísskápinn í sólarhring eða frystinn þegar ég nenni ekki að bíða. (ég geri alltaf tvöfalda uppskrift af kreminu á móti einni af botnunum)
Þykku lagi af kremi smurt á botninn (slétta hliðin) á kökunum og kremhliðinni síðan dýft í bráðið súkkulaði. Ég smyr suðusúkkulaði á kökurnar og bræði það í örbylgjunni svo það sé ekki of heitt. Sumir nota líka völsuhjúpsúkkulaði en finnst hitt betra!
ATH. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Það þarf að gera þetta allt til að kökurnar séu góðar. Þetta er mjög seinlegt og fólk þarf að hafa góðan tíma.
200 gr fínt malaðar möndlur, best að taka möndluflögur og mala þær (ég krem þær bara í morteli)
3 ¼ dl flórsykur sigtaður
3 eggjahvítur
Eggjahvíturnar stífþeyttar. Möndlunum blandað saman við flórsykur og því svo blandað saman varlega við þeyttar eggjahvíturnar. Deigið sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 180°c þangað til þær eru tilbúnar, u.þ.b. 10 mínútur.
ATH. Fylgjast vel með kökum í ofninum.
SMJÖRKREM:
¾ dl sykur
¾ dl vatn
3 eggjarauður
150 gr smjör, búið að standa
1 matsk kakó1 tsk kaffiduft, (kremja þangað til það er orðið að púðri)
Vatn og sykur soðið saman í sýróp, tekur ca. 8-10 mín. Sýrópið þarf að vera farið að þykkna, passa að þetta sé ekki vatn með sykri lengur. Þeyta eggjarauður þangað til þær eru kremgular og þykkar. Hellið þá sýrópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Látið kólna. Mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan. Kakó og kaffidufti bætt út í. Þá er kremið tilbúið. Kremið þarf að kólna mjög vel. Set það í ísskápinn í sólarhring eða frystinn þegar ég nenni ekki að bíða. (ég geri alltaf tvöfalda uppskrift af kreminu á móti einni af botnunum)
Þykku lagi af kremi smurt á botninn (slétta hliðin) á kökunum og kremhliðinni síðan dýft í bráðið súkkulaði. Ég smyr suðusúkkulaði á kökurnar og bræði það í örbylgjunni svo það sé ekki of heitt. Sumir nota líka völsuhjúpsúkkulaði en finnst hitt betra!
ATH. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Það þarf að gera þetta allt til að kökurnar séu góðar. Þetta er mjög seinlegt og fólk þarf að hafa góðan tíma.