9.10.06

Jennýar kaka

100 g smjörlíki brætt
1 b haframjöl
1 b kornfleks (Special K eða venjó)
1/2 b rúsínur (ég sleppi þeim yfirleitt)
1/2 b kókosmjöl
1/2 b púðursykur

Allt brúnað í smjörlíkinu við vægan hita í ca 10 mín. Sett í form

4 eggjarauður
100 g suðusúkkulaði brætt

Þeytt og hellt yfir (set stundum tvöfaldan skammt af þessu ef
ég vil hafa kökuna meira djúsí)

Rjómi þeyttur og settur ofan á, eða hafður on the side. Skreytt með ávöxtum.

28.9.06

Steinbítur með engifersósu

Dugir handa: 4

Hráefni:
7-800 g steinbítsflök , roð- og beinhreinsuð (eða annar fiskur)
2 msk olía
1-2 hvítlauksgeirar , saxaðir smátt
5 cm engiferbiti , rifinn eða saxaður smátt
150 ml vatn
3 msk hvítvín , þurrt eða sjerrí (eða meira vatn)
3 msk sojasósa
pipar , nýmalaður
salt ef þarf
2-3 msk graslaukur , saxaður

Leiðbeiningar:
Fiskurinn skorinn í nokkuð stóra bita. Olían hituð í stórri, þykkbotna pönnu og hvítlaukurinn og engiferinn settur út í og látinn krauma við hægan hita í nokkrar mínútur. Þegar hann er rétt að byrja að taka lit er vatninu hellt á pönnuna ásamt víninu, sé það notað, og sojasósunni. Hitinn hækkaður og látið sjóða niður í 3-4 mínútur. Smakkað til með pipar og e.t.v. salti, en sojasósan er svo sölt að þess ætti varla að vera þörf. Fiskurinn settur á pönnuna, lok sett á hana eða álpappír lagður yfir, hitinn hafður fremur vægur, og látið malla í um 5 mínútur. Graslauk stráð yfir og borið fram strax, gjarna með hrísgrjónum og sítrónubátum.

6.6.06

Texassúpa

Texassúpa (fyrir ca. 3-4)

2 bollar saxaður laukur
6 hvítlauksrif, saxaður/marinn
2 msk. Ólívuolía
½ tsk. Salt
= Steikt í potti í 8-10min.

2-4 tsk. Salsa sósa (tacosósa) bætt út í.
1 lítið chili, saxað.
1 bolli ferskt saxað koriander
1 bolli söxuð paprika
½ tsk. Pipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 dósir vatn
= soðið í 10-15 mín.

¼ bolli bbq sósa bætt út í ásamt kjöti þ.e. hakk/kjúklingur (steikt). Ca.4 kjúkl.bringur rifnar eða í litla bita
= Soðið í ca. 10.min með kjöti.

Borið fram með sýrðum rjóma (kotasælu), Avocado, Nacho/dorritios (sweet chili) og rifnum osti.

6.1.06

Skvísusalat

2 kjúllabringur (ég hef 3)
pipar
3 msk bbq sósa
1 poki jöklasalat (iceberg)
1/2 poki klettasalat
2 tsk grænt pestó
1 box kirsuberjatómatar
1 rauð paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 krukka af fetaosti m. sólþurrkuðum tómötum (ég set heila krukku)
Hvítlaukssalt
2 lúkur nachos flögur

Kjúlli skorinn í munnbita og steiktur á pönnu. Þegar hann er orðinn brúnaður þá er bbq sett út í, kryddað m. pipar og látið malla í smá stund. Kjúllinn svo kældur. Salatið sett í skál og pestó blandað saman við. Kirsuberjatómatar (til helminga) settir saman við + gróft skorin paprikan + smátt saxaður rauðlaukur og fetaostur. Gott að setja eitthvað af olíunni af fetaostinum með. Kryddað með smá hvítlaukssalti. Nachos flögur muldar yfir og síðast er kjúllanum blandað saman við. Gott að láta standa aðeins inn í ísskáp áður en borið fram.