6.1.06

Skvísusalat

2 kjúllabringur (ég hef 3)
pipar
3 msk bbq sósa
1 poki jöklasalat (iceberg)
1/2 poki klettasalat
2 tsk grænt pestó
1 box kirsuberjatómatar
1 rauð paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 krukka af fetaosti m. sólþurrkuðum tómötum (ég set heila krukku)
Hvítlaukssalt
2 lúkur nachos flögur

Kjúlli skorinn í munnbita og steiktur á pönnu. Þegar hann er orðinn brúnaður þá er bbq sett út í, kryddað m. pipar og látið malla í smá stund. Kjúllinn svo kældur. Salatið sett í skál og pestó blandað saman við. Kirsuberjatómatar (til helminga) settir saman við + gróft skorin paprikan + smátt saxaður rauðlaukur og fetaostur. Gott að setja eitthvað af olíunni af fetaostinum með. Kryddað með smá hvítlaukssalti. Nachos flögur muldar yfir og síðast er kjúllanum blandað saman við. Gott að láta standa aðeins inn í ísskáp áður en borið fram.