20.12.07

Bántíkaka

Botn:
1. 4 eggjahvítur
2. 200 gr. flórsykur
3. 200 gr. kókosmjöl.

1. og 2. er vel þeytt saman og svo er 3. bætt saman við. Hrært saman í stutta stund.

Sett í smurt form og í ofn í 30-40 mín við 150 C og undir og yfirhita. Athuga skal að botninn er tekinn út áður en hann byrjar að brúnast.. maður heldur að botninn er ekki tilbúinn!!... þegar botnið er smá brúnn þá kippa út.

Kremið:
4. 4 eggjarauður
5. 60 gr. flórsykur
6. 50 gr. smjör
7. 100 gr. suðusúkkulaði

4. og 5 er þeytt mjög vel saman. Síðan er 6. og 7. brætt í potti og hellt út í. Kremið látið volgt ofan á. Þeyttur rjómi settur ofan á.. og bántí til skreytinga. Líka hægt að nota jarðaber yfir eða með.
Hægt er líka að setja frosinn rjóma ofan á...

27.11.07

Pestó kjúlli

Uppskriftin sem Valdís er búin að gleyma.... en gaf mér einhvern tímann.. að ég held og smakkast svona aldeilis vel.

- ca. 4-6 bringur, skera til helminga þannig þetta verði langir og mjóar bringur/hálfbringur ;O)
- Steikja kjúklingabringur á pönnu og krydda með kjúklingakryddi. Steikja þannig þær lokist vel og næstum steiktar í gegn.
- Setja í eldfast mót kjúllabringur og hella yfir Maplesýrópi eða Hlynsýrópi eða Hlynssýrópi!! Það á að vera ca. 1/2 cm þykkt lag af sýrópinu.
- Setja þunnt lag af grænu pestói ofan á bringurnar.

Inn í ofn ca. 180 gráður í ca. 30 mín.

Camenbert salat

Setja í skál:
agave sýróp (nokkrar matskeiðar.. svona dassshhh)
balsamik (t.d. frá La selva heilsuvörur) (nokkrar matskeiðar.. svona dassshhh)
hungang, svona matskeið eða svo
Hræra vel saman

skera niður jarðaber og tómata og setja í skál með bláberjum,
bara svona ca ein askja af hverju, og nota kirsuberjatómata.
Setja svo vökvann hér að ofan saman við og hræra saman. Þetta á að vera vel blautt en ekkert í kafi í vökva.

Setja á diska eða stóra skál klettasalat, rucola og svo einhvern vegin öðruvísi gott salat.
og blanda hinu saman við .. berjunum og co.
þetta er ekkert rosamikill vökvi en samt svona til að bleyta í salatinu.

svo er að setja camenbert inn í ofn í ca.10 mín, gott að setja í álpappír.
Setja á pönnu púðursykur .. svona matskeið... dash.. og svo rúmlega matskeið af balsamiki....
hræra saman þannig þetta verður svona eins og karmella og setja pecan hnetur saman við, hræra og setja þannig hjúp á hneturnar.

Setja þetta ofan á salatið og hella stinga gat í álpappírinn á cammó og kreista hann yfir.

29.8.07

Karamellukakan góða

Botnar:
200g sykur
3 egg
100g pekanhnetur, saxaðar
100g döðlur, saxaðar
100g suðusúkkulaði, saxað
50g Kellogg´s kornflögur
1 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi

Egg og sykur þeytt vel saman. Pekanhnetum, döðlum, súkkulaði, kornflögum og lyftidufti bætt varlegasaman við. Sett í tvö hringform, bakað við 200 C í 20 mín. Rjóminn þeyttur, helmingi smurt milli botna,rest ofan á.

Krem:
200g ljósar Nóa töggur
1 dl rjómi
Brætt saman við vægan hita, kælt vel áður en hellt yfir köku.

ATH! Inga svindlaði á uppskriftinni

1. Í minni köku voru engar pekanhnetur. Ástæðan er sú að Kristín var að koma í saumó og hún borðar ekki hnetur! :) Í staðinn hafði ég bara 150g döðlur og 150g suðusúkkulaði.
2. Ég tek 1 dl af rjóma í kremið af þessum 1/2 l sem á að fara á milli og ofan á kökuna. Þannig að samtals nota ég 1/2 l af rjóma, finnst það alveg nóg. (ca 2 dl á milli botna, 2 dl ofan á köku, 1 dl í karamellurnar).
3. Í staðinn fyrir ljósar Nóa töggur sem fást bara blandaðar við svartar töggur (eða ég hef alla vegna ekki fundið þær seldar sér) þá nota ég Freyju karmellurnar í græna bréfinu. Þær eru akkúrat seldar í 200g pokum í Bónus.