Botnar:
200g sykur
3 egg
100g pekanhnetur, saxaðar
100g döðlur, saxaðar
100g suðusúkkulaði, saxað
50g Kellogg´s kornflögur
1 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi
Egg og sykur þeytt vel saman. Pekanhnetum, döðlum, súkkulaði, kornflögum og lyftidufti bætt varlegasaman við. Sett í tvö hringform, bakað við 200 C í 20 mín. Rjóminn þeyttur, helmingi smurt milli botna,rest ofan á.
Krem:
200g ljósar Nóa töggur
1 dl rjómi
Brætt saman við vægan hita, kælt vel áður en hellt yfir köku.
ATH! Inga svindlaði á uppskriftinni
1. Í minni köku voru engar pekanhnetur. Ástæðan er sú að Kristín var að koma í saumó og hún borðar ekki hnetur! :) Í staðinn hafði ég bara 150g döðlur og 150g suðusúkkulaði.
2. Ég tek 1 dl af rjóma í kremið af þessum 1/2 l sem á að fara á milli og ofan á kökuna. Þannig að samtals nota ég 1/2 l af rjóma, finnst það alveg nóg. (ca 2 dl á milli botna, 2 dl ofan á köku, 1 dl í karamellurnar).
3. Í staðinn fyrir ljósar Nóa töggur sem fást bara blandaðar við svartar töggur (eða ég hef alla vegna ekki fundið þær seldar sér) þá nota ég Freyju karmellurnar í græna bréfinu. Þær eru akkúrat seldar í 200g pokum í Bónus.