27.11.07

Pestó kjúlli

Uppskriftin sem Valdís er búin að gleyma.... en gaf mér einhvern tímann.. að ég held og smakkast svona aldeilis vel.

- ca. 4-6 bringur, skera til helminga þannig þetta verði langir og mjóar bringur/hálfbringur ;O)
- Steikja kjúklingabringur á pönnu og krydda með kjúklingakryddi. Steikja þannig þær lokist vel og næstum steiktar í gegn.
- Setja í eldfast mót kjúllabringur og hella yfir Maplesýrópi eða Hlynsýrópi eða Hlynssýrópi!! Það á að vera ca. 1/2 cm þykkt lag af sýrópinu.
- Setja þunnt lag af grænu pestói ofan á bringurnar.

Inn í ofn ca. 180 gráður í ca. 30 mín.

Camenbert salat

Setja í skál:
agave sýróp (nokkrar matskeiðar.. svona dassshhh)
balsamik (t.d. frá La selva heilsuvörur) (nokkrar matskeiðar.. svona dassshhh)
hungang, svona matskeið eða svo
Hræra vel saman

skera niður jarðaber og tómata og setja í skál með bláberjum,
bara svona ca ein askja af hverju, og nota kirsuberjatómata.
Setja svo vökvann hér að ofan saman við og hræra saman. Þetta á að vera vel blautt en ekkert í kafi í vökva.

Setja á diska eða stóra skál klettasalat, rucola og svo einhvern vegin öðruvísi gott salat.
og blanda hinu saman við .. berjunum og co.
þetta er ekkert rosamikill vökvi en samt svona til að bleyta í salatinu.

svo er að setja camenbert inn í ofn í ca.10 mín, gott að setja í álpappír.
Setja á pönnu púðursykur .. svona matskeið... dash.. og svo rúmlega matskeið af balsamiki....
hræra saman þannig þetta verður svona eins og karmella og setja pecan hnetur saman við, hræra og setja þannig hjúp á hneturnar.

Setja þetta ofan á salatið og hella stinga gat í álpappírinn á cammó og kreista hann yfir.