Botn:
1. 4 eggjahvítur
2. 200 gr. flórsykur
3. 200 gr. kókosmjöl.
1. og 2. er vel þeytt saman og svo er 3. bætt saman við. Hrært saman í stutta stund.
Sett í smurt form og í ofn í 30-40 mín við 150 C og undir og yfirhita. Athuga skal að botninn er tekinn út áður en hann byrjar að brúnast.. maður heldur að botninn er ekki tilbúinn!!... þegar botnið er smá brúnn þá kippa út.
Kremið:
4. 4 eggjarauður
5. 60 gr. flórsykur
6. 50 gr. smjör
7. 100 gr. suðusúkkulaði
4. og 5 er þeytt mjög vel saman. Síðan er 6. og 7. brætt í potti og hellt út í. Kremið látið volgt ofan á. Þeyttur rjómi settur ofan á.. og bántí til skreytinga. Líka hægt að nota jarðaber yfir eða með.
Hægt er líka að setja frosinn rjóma ofan á...