Innihald:
-2 þroskuð avókadó (í stærri kantinum)
-2 tómatar (kjarnhreinsaðir og flysjaðir)
-1/2 - 1 grænn chilli (fræhreinsaður)
-2 msk lime safi
-1 msk rauðlaukur (smátt saxaður)
-1 hvítlauksrif (smátt saxað eða marið í pressu)
(ath ekkert af þessu er heilagt, best að smakka til og gera þetta eftir "auganu")
Aðferð:
-Skræla avókadó og stappa með gaffli (betra en að setja í matvinnsluvél)
-Skræla tómata og kjarnhreinsa, skera í litla bita
-Fræhreinsa chilli og skera smátt
-Merja tómat og chilli saman og setja út í avókadómaukið
-Bæta smátt söxuðum rauðlauk og hvítlauk saman við
-Krydda með salti og pipar