18.11.08

Skonsur

Var með skonsur í mömmuhittingi og einhverjar vildu fá uppskriftina.

1 bolli sykur
3 egg
4 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
mjólk (ca 1 ltr)

Sykur og egg þeytt vel saman. 1 bolla af hveiti, 1 tsk af lyftidufti og mjólk bætt við, hrært - endurtekið 4 sinnum. Ég nota oftast alveg um 1 ltr af mjólk, kannski rétt tæplega.

Bakað á pönnu við vægan hita, aðeins vægari en pönnukökur. Gefur 12-14 skonsur.

16.11.08

Skólastjórasúpa

Hráefni:
3-4 msk olía
1 1/2 karrý
heill hvítlaukur
1 púrrulaukur
2 rauðar paprikur
2 grænar paprikur

Þetta er steikt smástund á pönnu (tiltölulega smáir bitar) og svo sett í pott ásamt:

1 askja rjómaostur 400 gr.
1 flaska Heinz chillisósa
3-4 teningar kjúklinga/grænmeti
1 og 1/2 l vatn
1 peli rjómi
salt og pipar eftir smekk

Hrært vel í á meðan suðan kemur upp. Smakka til (ég bæti t.d. alltaf við meiri chillisósu og hef meira af karrý en stendur í uppskrift).

4 stk. kjúklingabringur skornar í smáa bita og steiktar á pönnu. Bætt við súpu undir lokin.

Gott að gera kvöldinu áður.
Heil uppskrift er fyrir ca. 6-8 manns.

14.11.08

Stórar haframjölskökur

Hér kemur uppskriftin sem við vorum að tala um í saumó en hún er fengin af þessari slóð. Ég set hana inn eins og hún kemur af netinu en ég notaði hins vegar suðusúkkulaði (200 gr) og mér fannst það sko gott! :)

3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 bolli brætt smjör/smjörlíki (ca 200gr)
2 tsk vanilludropar
2 egg
1 2/3 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 bollar haframjöl
2 bollar brytjað súkkulaði. (Ég nota rosa oft Mónu rjómasúkkulaðidropana og sker þá til helminga. Þarf að mig minnir ca 2 pakka af þeim. Annars nota ég líka bara Nóa Siríus rjómasúkkulaði. Finnst ekki jafn gott að nota suðusúkkulaði)
1 bolli rúsínur

Ofn hitaður í 160°C

Hræra saman sykri, púðursykri og smjöri þangað til þetta veðrur ljóst og létt í sér.
Bæta við vanilludropum og eggjum.

Ég mæli svo þurrefnin öll saman í skál og sigta þau, þ.e. hveitið, matarsódan og saltið og hræri þeim aðeins saman og helli svo út í.

Svo blanda ég saman haframjöli, súkkulaði og rúsínum í skál og hræri út í.

Set bökunarpappír á plötu og nota 1/4 bollamál fyrir hverja köku. Þetta verða svona stórar þykkar ekta amerískar kökur. Ef þið viljði hafa þær minni og svona týpískar íslenskar þá bara helminga þetta.

Bakað í ca 18-22 mínútur, fer eftir ofninum bara en þið sjáið það nokkurnvegin þegar þær eru orðnar aðeins gylltar. Kæla svo og borða eða setja í box. Oftast finnst mér best að gera þetta kvöldið áður og setja í box með brauðsneiðum til að mýkja þær upp.

Þessi uppskrift gerir uþb 22-24 stórar kökur.

7.11.08

Kanilsnúðar

Innihald:


4 dl spelt hveiti
2 dl malaðar hnetur og möndlur
2 tsk vínsteinslyftiduft (gerlaust)
smá salt
1 msk kanill
2 msk olífuolía
1 1/2 dl ab-mjólk, vatn eða sojajógurt ( ég notaði bara undanrennu átti ekki ricemjólk)

1 sykurlaus bláberjasulta
smá kanill

Aðferð:

Hneturnar eru muldar í matvinnsluvél. Ef þið nennið ekki svoleiðis stússi þá er hægt að kaupa bara malaðar möndlur. Ég hef prófað ýmsar hnetur í þetta en finnst möndlurnar gefa besta bragðið. einnig fannst mér eitthvað hálf ansalegt að blanda saman kanil og bláberjasultu en það kemur svo miklu betur út en ég átti von á. skora á ykkur að prófa þetta. Þetta er mjög vinsælt á mínu heimili enda miklir sælkerar þar á ferð.
Öllu er blandað saman í hrærivélaskál og hrært saman. Degið er svo flatt út, kanil er stráð yfir, sultan er smurð á. NB það þarf rosalega þunnt lag annars fer allt út um allt. er svo rúllað upp og skorið í 2 cm bita. Snúðarnir bakast svo í 12-15 mín við 200C