Jæja ég tek áskoruninni og set inn uppskriftina hennar mömmu af skúffukökunni gömlu góðu:
Athugið ég held að vesenið sem einhverjar lentu í gæti tengst hvað þið setjið sem BOLLI.. ég nota þetta klassíska bollamál sem er 1 cup = 8 OZ eða 250 ml/gr
a)
4 egg
2.5 bollar sykur (250 gr. hver bolli)
þetta er þeytt vel saman (hrærivél)
b)
3 bollar hveiti (250 gr hver bolli)
4 msk kakó
2.5 tsk matarsódi
1.75 tsk salt
c)
300 gr. smjör / smjörlíki brætt
b og c er blandað saman við a og hrært rólega.
Þegar það hefur blandast vel saman þá er 2 bollum af súrmjólk sett saman við og hrært létt þannig allt er orðið að ljósbrúnu deigi.
Sett í smurða djúpa ofnskúffu
Undir og yfirhiti ca.180 gr. í um 40 mín. Best er að stinga hníf í miðja kökuna og athuga hvort hún sé bökuð.
Kremið:
Best er að kakan sé orðin frekar köld þegar kremið er sett á.
d)
- 500 gr. flórsykur
- 5 msk kakó
e)
- 30 grömm smjörvi
- tæpur dl mjólk
Smjörvinn og mjólkin er brætt saman og blandað rólega við d)
Passa að það verði ekki of þunnt þannig oft þarf ekki allt í e) við kremið, smakka það líka til.
Gangi ykkur vel og bjallið bara ef þetta flækist eitthvað fyrir ykkur... efast um það þar sem þið eruð svo miklir snillingar í eldhúsinu.
Mér finnst kakan alltaf best daginn eftir þannig ég geri oft kökuna kvöldið áður og svo kremið stutta stund áður en ég ber hana fram.
kveðja, Rósie
29.8.08
28.8.08
Súkkulaði-pekanhnetukaka
Var löngu búin að lofa að skella þessari inn - here goes ....
Það má auðvitað sleppa pekan-hnetunum og þá er þetta orðið að hefðbundinni súkkulaði-hlynsírópsböku en mér finnast hneturnar alveg ómissandi.
Botn:
200 g hveiti
75 g smjór, kalt, skorið í bita
50 g sykur
kalt vatn eftir þörfum
Setjið hveiti, smjör og sykur í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til blandan er mylsnukennd (eða setjið allt saman á borð og myljið smjörið saman við með fingurgómunum). Bætið köldu vatni út í smátt og smátt, þar til hægt er að hnoða deigið í kúlu. Leggið það svo yfir köku/bökumót (t.d. lausbotna), ég nota sílíkon bökuform. Smart er að snyrta brúnirnar. Kælið botninn meðan fyllingin er búin til og ofninn hitaður.
Fylling:
200 g Siríus súkkulaði
60 g smjör
50 g púðursykur
150 g hlynsíróp
3 egg
100 g pekanhnetur
Hitið ofninn í 180 gráður á Celsíus. Bræðið saman og smjör í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Setjið púðursykur og hlynsíróp í pott, hitið rólega og hrærið þar til púðursykurinn er uppleystur. Takið pottinn þá af hitanum og látið blönduna kólna svolítið. Hrærið eggjunum saman við, einu í einu, og síðan súkkulaðiblöndunni. Hellið fyllinguna í deigskelina og bakið í 15 mínútur. Takið þá bökuna út, dreifið pekanhnetunum jafnt yfir fyllinguna og bakið áfram í 10-15 mínútur.
Mér finnst gott að bera bökuna fram volga, bæði með ís og rjóma.
Ég geri oft botninn og fyllinguna fyrir matarboð og geymi botninn inn í ísskáp og fyllinguna bara í pottinum þar til fólk er farið að borða matinn. Þá skelli ég þessu inni ofninn og er bakan þá heit og góð þegar ég ber hana fram eftir matinn. namminamm.....
Það má auðvitað sleppa pekan-hnetunum og þá er þetta orðið að hefðbundinni súkkulaði-hlynsírópsböku en mér finnast hneturnar alveg ómissandi.
Botn:
200 g hveiti
75 g smjór, kalt, skorið í bita
50 g sykur
kalt vatn eftir þörfum
Setjið hveiti, smjör og sykur í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til blandan er mylsnukennd (eða setjið allt saman á borð og myljið smjörið saman við með fingurgómunum). Bætið köldu vatni út í smátt og smátt, þar til hægt er að hnoða deigið í kúlu. Leggið það svo yfir köku/bökumót (t.d. lausbotna), ég nota sílíkon bökuform. Smart er að snyrta brúnirnar. Kælið botninn meðan fyllingin er búin til og ofninn hitaður.
Fylling:
200 g Siríus súkkulaði
60 g smjör
50 g púðursykur
150 g hlynsíróp
3 egg
100 g pekanhnetur
Hitið ofninn í 180 gráður á Celsíus. Bræðið saman og smjör í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Setjið púðursykur og hlynsíróp í pott, hitið rólega og hrærið þar til púðursykurinn er uppleystur. Takið pottinn þá af hitanum og látið blönduna kólna svolítið. Hrærið eggjunum saman við, einu í einu, og síðan súkkulaðiblöndunni. Hellið fyllinguna í deigskelina og bakið í 15 mínútur. Takið þá bökuna út, dreifið pekanhnetunum jafnt yfir fyllinguna og bakið áfram í 10-15 mínútur.
Mér finnst gott að bera bökuna fram volga, bæði með ís og rjóma.
Ég geri oft botninn og fyllinguna fyrir matarboð og geymi botninn inn í ísskáp og fyllinguna bara í pottinum þar til fólk er farið að borða matinn. Þá skelli ég þessu inni ofninn og er bakan þá heit og góð þegar ég ber hana fram eftir matinn. namminamm.....
15.8.08
Súkkulaðibomba
Brætt
120 g suðusúkkulaði
50 g smjör
2 msk sterkt kaffi (hér mætti skella smá whisky eða öðru með)
Þeytt
2,1/3 dl púðusykur
2,1/3 dl sykur
5 egg
1/4 tsk salt
Þessu blandað saman.
Bætt út í:
85 g hveiti
2/3 dl kakó
2,1/3 dl gróft brytjað súkkulaði
Bakað í 30 mínútur á 180°C
120 g suðusúkkulaði
50 g smjör
2 msk sterkt kaffi (hér mætti skella smá whisky eða öðru með)
Þeytt
2,1/3 dl púðusykur
2,1/3 dl sykur
5 egg
1/4 tsk salt
Þessu blandað saman.
Bætt út í:
85 g hveiti
2/3 dl kakó
2,1/3 dl gróft brytjað súkkulaði
Bakað í 30 mínútur á 180°C
Skyrkaka
Uppskrift fyrir 8-10
2 stórar vanillu KEA skyrdollur
2 stórar hreinar MS skyrdollur
5 eggjahvítur
1 teskeið vanillusykur
5 blöð af matarlími
Slatti af möndlum
Slatti af heslihnetum
4 kexkökur af Better Choice
Smá af Agave sírópi til að halda botninum saman
Fylling
Hræra skyrið saman, hræra vanillusykurinn saman við og hræra svo eggjahvítunum saman við þegar þú ert búin að stífþeyta þær, þar næst matarlímið og ekki hræra mikið eftir að það er komið saman við.
Botn
Setja í matvinnsluvél eða mixara, möndlurnar, hneturnar, kexið og svo sírópið saman við.
Skreyta með hnetum og möndlum
Geyma í kæli í nokkra klukkutíma áður en þetta er borið fram
2 stórar vanillu KEA skyrdollur
2 stórar hreinar MS skyrdollur
5 eggjahvítur
1 teskeið vanillusykur
5 blöð af matarlími
Slatti af möndlum
Slatti af heslihnetum
4 kexkökur af Better Choice
Smá af Agave sírópi til að halda botninum saman
Fylling
Hræra skyrið saman, hræra vanillusykurinn saman við og hræra svo eggjahvítunum saman við þegar þú ert búin að stífþeyta þær, þar næst matarlímið og ekki hræra mikið eftir að það er komið saman við.
Botn
Setja í matvinnsluvél eða mixara, möndlurnar, hneturnar, kexið og svo sírópið saman við.
Skreyta með hnetum og möndlum
Geyma í kæli í nokkra klukkutíma áður en þetta er borið fram