27.11.09

Hafrakökur à la Sæunn

Vegna fjölda áskorana set ég inn þessa hafrakökuuppskrift ;)

1/2 bolli kókosmjöl
1 og 1/2 bolli hveiti
1/4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli smjör (eða ca. 150 gr)
6 msk smjörlíki (sleppti nú bara)
1 og 1/4 bolli púðursykur
1 bolli sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
2 og 1/4 bolli haframjöl
175 gr rúsínur (sleppti þeim þarna um daginn)
200 gr súkkulaðidropar (blandaði þeim og suðusúkkulaði)

Hræra saman smjöri og smjörlíki, svo öllum sykri, eggin eitt í einu, þeytt vel á milli, síðan öllum þurrefnum, endað á rúsínum og súkkulaði.
Ég nota bollamál (50 ml) til að móta kökur sem ég set á bökunarpappír, baka í 15 mín við 150 gráður á celsíus. Ég vil hafa þær frekar ljósar.

Alveg ekta kökur nú á aðventunni.

24.10.09

Baunabuff

Ath þetta er stór uppskrift!

1 pk kjúklingabaunir (leggja í bleyti yfir nótt og sjóða svo í klst daginn eftir)
½ msk hvítlauksduft
2 msk karrýduft
1 grænmetisteningur (leysa upp í mjólkinni t.d.)
3-5 dl mjólk
tæplega ein dós sólþurrkaðir tómatar
2-4 gulrætur
Soðnar kartöflur (ef maður á afgang, annars óþarfi)
1 laukur
1 ½ tsk tómatpúrra
Bankabygg (1 bolli ca) (má sleppa)
1 chillipipar – ferskur (má sleppa)
½ msk cumin
1 msk tahini
Kartöflumjöl (50g)

Steikingarhjúpur
Haframjöl
Brauðrasp
Sesamfræ

Allt nema steikingarhjúpur sett í mixer og tætt vel og svo blandað saman í sér skál (ásamt því sem þarf augljóslega ekki að tæta:)).

Buffin eru mótuð og svo hjúpuð áður en þau eru steikt á pönnu þar til þau eru orðin mátulega stökk/brúnuð. Nota nokkuð vel af ólífuolíu (má vera önnur olía) á pönnuna. Buffin svo sett saman tvö og tvö í álpappír og fryst. Síðan er gott að hita þau í samlokugrilli (á pönnu/ í ofni)

Annað sem bæta má við:
Parmesan
sítrónusafi
cayenne pipar
paprikuduft
ýmsir afgangar (t.d. hýðishrísgrjón)

Ekkert af þessum mælieiningum hérna að ofan eru heilagar. Ég setti þetta bara inn fyrir þá sem skilja ekki "dash":)

28.6.09

Lemon & Garlic Roast Chicken

Mínir punktar:

2. Nnotaði sjávarsalt og aðeins meira af hvítlauk
3. Bæta líka við cumin og ég var með paprikukrydd venjulegt
4. Enga óþolinmæði hér!
7. Notaði rjómaost því ég átti ekki smjör
13. Ég setti þetta allt í pott og tók ekki úr fituna enda lítið af henni. Bætti við sýrðum rjóma, kryddi og hrærði saman í sósuna sem er ómissandi

10.2.09

Brunch pönnukökur

Eplapönnsur með Agavesýrópi on the side!

Fyrir 4
(ég dobbla alltaf uppskriftina á þá afganga og er með nóg)

200 g hveiti Spelt ég nota fínt Mikki gróft þið ráðið
2 tsk bagepulver/lyftiduft
100 gr flórsykur
1 tsk kanel
1 egg
2 dl mjólk nota undarennu má nota hvaða mjólk sem er, Mikki notar soja mjólk
2 skrælluð epli gróft rifin
hesilhnetur eftir smekk mér finnst geggjað, grófthakkaðar setja svona handfyllir

Blandið saman hveiti, lyftidufti, flórsykri, kanel saman í skál, svo setjið eggin og mjólkina í aðra skál og pískið saman svo gerið þið gat í svona pláss í miðjunni þar sem hveitið og það er og setjið mjólkin og eggin þar í miðjuna, setjið svo eplin sem eru gróftrifin ofan í ef þið tvöfaldið uppskriftina sem ég geri alltaf þá notið 3 epli mikið að setja 4 en ráðið. Svo setjið smjör á pönnuna svona 2 tsk og setjið slatta á pönnuna og gerið pönnsur!!
Gott að borða með agave sýrópi algjör snilld!!

Bon appetit og endilega látið mig vita ef prófið með grófu spelti eða soja hvað ykkur finnst mikki segir það sé betra herra hollur hf hahaha!
Smúts Sigga