27.11.09

Hafrakökur à la Sæunn

Vegna fjölda áskorana set ég inn þessa hafrakökuuppskrift ;)

1/2 bolli kókosmjöl
1 og 1/2 bolli hveiti
1/4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli smjör (eða ca. 150 gr)
6 msk smjörlíki (sleppti nú bara)
1 og 1/4 bolli púðursykur
1 bolli sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
2 og 1/4 bolli haframjöl
175 gr rúsínur (sleppti þeim þarna um daginn)
200 gr súkkulaðidropar (blandaði þeim og suðusúkkulaði)

Hræra saman smjöri og smjörlíki, svo öllum sykri, eggin eitt í einu, þeytt vel á milli, síðan öllum þurrefnum, endað á rúsínum og súkkulaði.
Ég nota bollamál (50 ml) til að móta kökur sem ég set á bökunarpappír, baka í 15 mín við 150 gráður á celsíus. Ég vil hafa þær frekar ljósar.

Alveg ekta kökur nú á aðventunni.