Eplapönnsur með Agavesýrópi on the side!
Fyrir 4
(ég dobbla alltaf uppskriftina á þá afganga og er með nóg)
200 g hveiti Spelt ég nota fínt Mikki gróft þið ráðið
2 tsk bagepulver/lyftiduft
100 gr flórsykur
1 tsk kanel
1 egg
2 dl mjólk nota undarennu má nota hvaða mjólk sem er, Mikki notar soja mjólk
2 skrælluð epli gróft rifin
hesilhnetur eftir smekk mér finnst geggjað, grófthakkaðar setja svona handfyllir
Blandið saman hveiti, lyftidufti, flórsykri, kanel saman í skál, svo setjið eggin og mjólkina í aðra skál og pískið saman svo gerið þið gat í svona pláss í miðjunni þar sem hveitið og það er og setjið mjólkin og eggin þar í miðjuna, setjið svo eplin sem eru gróftrifin ofan í ef þið tvöfaldið uppskriftina sem ég geri alltaf þá notið 3 epli mikið að setja 4 en ráðið. Svo setjið smjör á pönnuna svona 2 tsk og setjið slatta á pönnuna og gerið pönnsur!!
Gott að borða með agave sýrópi algjör snilld!!
Bon appetit og endilega látið mig vita ef prófið með grófu spelti eða soja hvað ykkur finnst mikki segir það sé betra herra hollur hf hahaha!
Smúts Sigga