24.10.09

Baunabuff

Ath þetta er stór uppskrift!

1 pk kjúklingabaunir (leggja í bleyti yfir nótt og sjóða svo í klst daginn eftir)
½ msk hvítlauksduft
2 msk karrýduft
1 grænmetisteningur (leysa upp í mjólkinni t.d.)
3-5 dl mjólk
tæplega ein dós sólþurrkaðir tómatar
2-4 gulrætur
Soðnar kartöflur (ef maður á afgang, annars óþarfi)
1 laukur
1 ½ tsk tómatpúrra
Bankabygg (1 bolli ca) (má sleppa)
1 chillipipar – ferskur (má sleppa)
½ msk cumin
1 msk tahini
Kartöflumjöl (50g)

Steikingarhjúpur
Haframjöl
Brauðrasp
Sesamfræ

Allt nema steikingarhjúpur sett í mixer og tætt vel og svo blandað saman í sér skál (ásamt því sem þarf augljóslega ekki að tæta:)).

Buffin eru mótuð og svo hjúpuð áður en þau eru steikt á pönnu þar til þau eru orðin mátulega stökk/brúnuð. Nota nokkuð vel af ólífuolíu (má vera önnur olía) á pönnuna. Buffin svo sett saman tvö og tvö í álpappír og fryst. Síðan er gott að hita þau í samlokugrilli (á pönnu/ í ofni)

Annað sem bæta má við:
Parmesan
sítrónusafi
cayenne pipar
paprikuduft
ýmsir afgangar (t.d. hýðishrísgrjón)

Ekkert af þessum mælieiningum hérna að ofan eru heilagar. Ég setti þetta bara inn fyrir þá sem skilja ekki "dash":)