15.6.10
ávaxtadressing..
nota oftast, appelsínu, epli, peru, banana, kiwi og vínber.
dressingin er í þessum hlutföllum
- 1 dós hrein jógúrt, mér finnst lífræna best
- 1 dl þeyttur rjómi
- 1 tsk sherrý
- 2-3 tsk púðursykur
hrært saman og kælt.
Cajun kjúklingapasta
Ingredients
• 2 kjúkl.bringur - skorið í bita• 115 gr linguine pasta • 2 tsk cajun seasoning • 2 msk smjör • 1 græn paprika skorin í þunnar sneiðar• 1-2 bollar af sýrðum rjóma 10 eða 18%• 2 msk sólþ.tómatar skornir smátt• 1/4 tsk salt • 1/4 tsk dried basil • 1/8 tsk ground black pepper • 1/8 tsk garlic powder • 1/4 bolli parmesan cheese
Leiðbeiningar
1. 1
krydda kjúklinginn með cajun kryddinu og láta liggja í nokkrar mín áður en byrjað er að steikja kjúllann á pönnu
2. 2
steikja kjúkling úr smjöri í 5-7 mín (má alveg nota e-ð annað en smjör)
3. 3
Lækka hitann og bæta við paprikunni, sýrða rjómanum, sólþ.tóm, basil, salti, hvítlaukskryddi og salti og hita vel í gegn. Mér finnst best að hafa í góðan tíma þannig þetta nái að malla soldið.
4. 4
hella kjúkling yfir pastað og strá parmesan osti yfir
Hér er uppskriftin á ensku og hægt er að fara inn á þessa slóð og breyta uppskrift eftir fjölda o.fl. líka myndir af réttinum :)
http://www.recipezaar.com/Creamy-Cajun-Chicken-Pasta-39087
t.d hér eru hlutföllin fyrir 8 manns:
• 8 boneless skinless chicken breasts, cut into thin strips
• 453.59 g linguine, cooked al dente
• 8 teaspoons cajun seasoning
• 1/2 cup butter
• 4 thinly sliced green onions
• 4-8 cups heavy whipping cream (ég notaði bara 5 hér)
• 1/2 cup chopped sun-dried tomato
• 1 teaspoons salt
• 1 teaspoons dried basil
• 1/2 teaspoon ground black pepper
• 1/2 teaspoon garlic powder
• 1 cup grated parmesan cheese
3.5.10
Graskerssúpa
1 grasker (Squash) (í teninga)
2 laukar (saxaðir)
3 hvítlauksrif (rifin)
1 msk karrí
salt & pipar
kjúklingasoð – 750 ml
ca 2 dl rjómi
Kjúklingabitar (má sleppa)
Parmesan (má sleppa)
Láta laukinn svitna við meðalhita, bæta graskeri út í ásamt karrí og steikja í ca 5 mín, setja svo soð út í og láta sjóða í ca 10 mín eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Mauka svo með töfrasprota og bæta rjóma útí. Láta þá suðu koma upp í smá stund. Salt og pipar í lokin.
Mjög gott að steikja smá kjúkling (ca bringu á mann) og skera í litla bita og setja út í súpuna þegar hún er komin í diskana. Gott að strá parmesanosti yfir.
Ef einhver skyldi ekki vita hvað Squash er þá er hlekkur á mynd af því hér að neðan. Passið bara að það sé hart þegar þið kaupið það. Svo er ágætt að nota kartöfluflysara til að skræla.
http://img.photobucket.com/albums/v51/MarieAlice/The%20English%20Kitchen/butternut-squash.jpg.
11.3.10
Grænmetislasagna Öldu
1 laukur
u.þ.b 4 hvítlauksgeirar
3-4 msk tómatpaté
1 dós tómatar
1 dl vatn
1 grænmetistengintur
1 msk ferkst basil
1 tsk salt
½ tsk hvítur pipar
1 tsk karrý
1 gulrót
100gr. brokkólí
½ súkíni
2 msk súsæt sósa
1 lítil dós kotasæla
2 msk olía
Lasagnablöð
Rifin ostur
Laukir skorinn og létt steiktur í olíu. Tómatpaté, tómötum, vatni, súrsætri sósu og kryddi bætt við og látið sjóða um stund.
Grænmeti skorið og léttsteik í olíu. Grænmetið sett smám saman út í laukblönduna ásamt kotasælu. Látið malla um stund eða þar til kotasælan fer að bráðna.
Gumsinu raðað í fata með lasagna plötum á milli. Rifin ostur settur ofan á. Bakað við 200°C þar til lasagnaplöturnar eru orðna mjúkar.
Ég hef bætt við papriku í réttinn og stundum sveppum (það voru engir sveppir á laugardaginn!) og sett aðeins meira af kotasælu en uppskriftin segir til um. Eins nota ég alltaf Karry de lux frá pottagöldrum og stundum passar að setja aðeins meiri súrsæta sósu en uppskriftin segir til um.
Njótið vel!