Grænmetislasagna
1 laukur
u.þ.b 4 hvítlauksgeirar
3-4 msk tómatpaté
1 dós tómatar
1 dl vatn
1 grænmetistengintur
1 msk ferkst basil
1 tsk salt
½ tsk hvítur pipar
1 tsk karrý
1 gulrót
100gr. brokkólí
½ súkíni
2 msk súsæt sósa
1 lítil dós kotasæla
2 msk olía
Lasagnablöð
Rifin ostur
Laukir skorinn og létt steiktur í olíu. Tómatpaté, tómötum, vatni, súrsætri sósu og kryddi bætt við og látið sjóða um stund.
Grænmeti skorið og léttsteik í olíu. Grænmetið sett smám saman út í laukblönduna ásamt kotasælu. Látið malla um stund eða þar til kotasælan fer að bráðna.
Gumsinu raðað í fata með lasagna plötum á milli. Rifin ostur settur ofan á. Bakað við 200°C þar til lasagnaplöturnar eru orðna mjúkar.
Ég hef bætt við papriku í réttinn og stundum sveppum (það voru engir sveppir á laugardaginn!) og sett aðeins meira af kotasælu en uppskriftin segir til um. Eins nota ég alltaf Karry de lux frá pottagöldrum og stundum passar að setja aðeins meiri súrsæta sósu en uppskriftin segir til um.
Njótið vel!