3.5.10

Graskerssúpa

1 grasker (Squash) (í teninga)
2 laukar (saxaðir)
3 hvítlauksrif (rifin)
1 msk karrí
salt & pipar
kjúklingasoð – 750 ml
ca 2 dl rjómi
Kjúklingabitar (má sleppa)
Parmesan (má sleppa)

Láta laukinn svitna við meðalhita, bæta graskeri út í ásamt karrí og steikja í ca 5 mín, setja svo soð út í og láta sjóða í ca 10 mín eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Mauka svo með töfrasprota og bæta rjóma útí. Láta þá suðu koma upp í smá stund. Salt og pipar í lokin.

Mjög gott að steikja smá kjúkling (ca bringu á mann) og skera í litla bita og setja út í súpuna þegar hún er komin í diskana. Gott að strá parmesanosti yfir.

Ef einhver skyldi ekki vita hvað Squash er þá er hlekkur á mynd af því hér að neðan. Passið bara að það sé hart þegar þið kaupið það. Svo er ágætt að nota kartöfluflysara til að skræla.
http://img.photobucket.com/albums/v51/MarieAlice/The%20English%20Kitchen/butternut-squash.jpg.