3.10.11

Hrákaka

Hráefni:
200 gr döðlur
100 gr kókosmjöl
100 gr möndlur hakkaðar

Allt sett í matvinnsluvél og hakkað vel og þrýst svo í botninn á kökuformi með pappír í botninum. Sett smá stund í frysti. Þunnu lagi af grófu hnetusmjöri (hreinu) smurt yfir botninn, fryst aftur.
Ég bætti smá vökva við þar sem döðlurnar voru þurrar, betra að hafa þær blautar.

Krem:
1dl kókosolía brædd í vatnsbaði
1dl kakóduft 100%
1dl agave-sýróp

Allt hrært saman og hellt yfir kökuna. Kakan verður að vera köld þegar hún er sett á disk, annars gæti hún brotnað.

Mangókjúklingur með sætum kartöflum

Hráefni:
Sætar kartöflur
Spínat
Fetaostur
Kjúklingabringur
Mangó chutney
Ritzkex

Sjóða sætar kartöflur (gott að sjóða ekki of mikið – þær fara líka inn í ofn). Kartöflur skornar niður og settar í botninn á eldföstu móti.
Spínati dreift yfir (nota meira en minna) kartöflur.
1 og ½ krukka fetaostur (bláu krukkurnar) dreift yfir spínatið.
Kjklingabringur skornar í sneiðar og steiktar upp úr smjöri/olíu á lokaðri pönnu.

Kjúklingabringunum velt upp úr 1-1½ dós af Mango chutney og raðað ofan spínatbeðið/fetaostinn. 1½ pakki (eða eftir smekk) Ritz kex sett ofan á.
Sett inn í ofn þar til Ritz kexið er farið að taka lit, u.þ.b. 20mín á 180°C.

2.8.11

Berja-osta gums

Berja-osta gums

300 gr. makkarónukökur (gott að kremja aðeins)
150 gr. bræddur smjörvi (þessu blandað saman og sett í form)

300 gr. rjómaostur
150 gr. flórsykur
2 pl. þeyttur rjómi
(rjómaostur og flórsykur hrært, þeyttum rjóma bætt varlega í, blandað saman sett ofan á botnana, fryst)


Krem.
200 gr. brætt suðusúkkulaði
1 dós sýrður rjómi
(Þessu blandað saman og sett ofan á frostna kökuna, þarf ekki endilega, hægt að gera allt í einu og frysta)

Jarðarber og bláber (eða vínber) helst fersk, sett ofan á, sett í ísskáp í 2 klst. áður en borið er fram.

Gott að setja örþunnt lag af þeyttum rjóma undir ávextina.

27.4.11

Enchiladas

Kjúklingur, heill
Laukur
Paprika
Rifinn ostur
Rjómaostur
Kotasæla
Fajitas pönnukökur
Salsasósa

Kjúklingurinn er steiktur og rifinn niður. Laukur og paprika skorin niður og steikt á pönnu.
Kjúklingurinn og grænmetið sett í skál ásamt rifnum osti, smá rjómaosti og 1 dós af kotasælu og hrært í mauk.
Fajitas pönnukökur rétt lagðar í bleyti í sjóðandi olíu, þær verða aðeins stökkar við það (má sleppa því að steikja þær, ég sleppti)
Maukið sett í pönnukökurnar, þeim lokað og settar í eldfast mót.
Yfir pönnukökurnar er sett salsasósa og rifinn ostur.
Sett inn í ofn í u.þ.b. 10-15 mín við 200°C.

Einnig er gott að setja smá hreina jógúrt, salsa og jafnvel maukað avocado ofan á.

Skyrdesert

1 stór dós KEA vanilluskyr
1 peli rjómi
1 lítil dós kókosmjólk
1 tsk vanillusykur
Kókosmjöl, magn þekur vel pönnu
Saxað súkkulaði, magn og gerð eftir smekk
Jarðaber
Bláber

Kókosmjöl er ristað, sett til hliðar og geymt.
Rjómi er þeyttur og geymdur.
Kókosmjólk er blandað saman við skyrið.
Rjóma er blandað varlega saman við skyrblönduna.
Söxuðu súkkulaði og vanillusykri blandað útí.
Hluti af kókosmjölinu og berjum blandað saman við.
Rest af kókosmjöli og berjum sett ofan á.
Geymt í kæli í góða stund.