Berja-osta gums
300 gr. makkarónukökur (gott að kremja aðeins)
150 gr. bræddur smjörvi (þessu blandað saman og sett í form)
300 gr. rjómaostur
150 gr. flórsykur
2 pl. þeyttur rjómi
(rjómaostur og flórsykur hrært, þeyttum rjóma bætt varlega í, blandað saman sett ofan á botnana, fryst)
Krem.
200 gr. brætt suðusúkkulaði
1 dós sýrður rjómi
(Þessu blandað saman og sett ofan á frostna kökuna, þarf ekki endilega, hægt að gera allt í einu og frysta)
Jarðarber og bláber (eða vínber) helst fersk, sett ofan á, sett í ísskáp í 2 klst. áður en borið er fram.
Gott að setja örþunnt lag af þeyttum rjóma undir ávextina.