3.10.11

Hrákaka

Hráefni:
200 gr döðlur
100 gr kókosmjöl
100 gr möndlur hakkaðar

Allt sett í matvinnsluvél og hakkað vel og þrýst svo í botninn á kökuformi með pappír í botninum. Sett smá stund í frysti. Þunnu lagi af grófu hnetusmjöri (hreinu) smurt yfir botninn, fryst aftur.
Ég bætti smá vökva við þar sem döðlurnar voru þurrar, betra að hafa þær blautar.

Krem:
1dl kókosolía brædd í vatnsbaði
1dl kakóduft 100%
1dl agave-sýróp

Allt hrært saman og hellt yfir kökuna. Kakan verður að vera köld þegar hún er sett á disk, annars gæti hún brotnað.

Mangókjúklingur með sætum kartöflum

Hráefni:
Sætar kartöflur
Spínat
Fetaostur
Kjúklingabringur
Mangó chutney
Ritzkex

Sjóða sætar kartöflur (gott að sjóða ekki of mikið – þær fara líka inn í ofn). Kartöflur skornar niður og settar í botninn á eldföstu móti.
Spínati dreift yfir (nota meira en minna) kartöflur.
1 og ½ krukka fetaostur (bláu krukkurnar) dreift yfir spínatið.
Kjklingabringur skornar í sneiðar og steiktar upp úr smjöri/olíu á lokaðri pönnu.

Kjúklingabringunum velt upp úr 1-1½ dós af Mango chutney og raðað ofan spínatbeðið/fetaostinn. 1½ pakki (eða eftir smekk) Ritz kex sett ofan á.
Sett inn í ofn þar til Ritz kexið er farið að taka lit, u.þ.b. 20mín á 180°C.