27.4.11

Enchiladas

Kjúklingur, heill
Laukur
Paprika
Rifinn ostur
Rjómaostur
Kotasæla
Fajitas pönnukökur
Salsasósa

Kjúklingurinn er steiktur og rifinn niður. Laukur og paprika skorin niður og steikt á pönnu.
Kjúklingurinn og grænmetið sett í skál ásamt rifnum osti, smá rjómaosti og 1 dós af kotasælu og hrært í mauk.
Fajitas pönnukökur rétt lagðar í bleyti í sjóðandi olíu, þær verða aðeins stökkar við það (má sleppa því að steikja þær, ég sleppti)
Maukið sett í pönnukökurnar, þeim lokað og settar í eldfast mót.
Yfir pönnukökurnar er sett salsasósa og rifinn ostur.
Sett inn í ofn í u.þ.b. 10-15 mín við 200°C.

Einnig er gott að setja smá hreina jógúrt, salsa og jafnvel maukað avocado ofan á.

Skyrdesert

1 stór dós KEA vanilluskyr
1 peli rjómi
1 lítil dós kókosmjólk
1 tsk vanillusykur
Kókosmjöl, magn þekur vel pönnu
Saxað súkkulaði, magn og gerð eftir smekk
Jarðaber
Bláber

Kókosmjöl er ristað, sett til hliðar og geymt.
Rjómi er þeyttur og geymdur.
Kókosmjólk er blandað saman við skyrið.
Rjóma er blandað varlega saman við skyrblönduna.
Söxuðu súkkulaði og vanillusykri blandað útí.
Hluti af kókosmjölinu og berjum blandað saman við.
Rest af kókosmjöli og berjum sett ofan á.
Geymt í kæli í góða stund.