3.10.11

Hrákaka

Hráefni:
200 gr döðlur
100 gr kókosmjöl
100 gr möndlur hakkaðar

Allt sett í matvinnsluvél og hakkað vel og þrýst svo í botninn á kökuformi með pappír í botninum. Sett smá stund í frysti. Þunnu lagi af grófu hnetusmjöri (hreinu) smurt yfir botninn, fryst aftur.
Ég bætti smá vökva við þar sem döðlurnar voru þurrar, betra að hafa þær blautar.

Krem:
1dl kókosolía brædd í vatnsbaði
1dl kakóduft 100%
1dl agave-sýróp

Allt hrært saman og hellt yfir kökuna. Kakan verður að vera köld þegar hún er sett á disk, annars gæti hún brotnað.

Mangókjúklingur með sætum kartöflum

Hráefni:
Sætar kartöflur
Spínat
Fetaostur
Kjúklingabringur
Mangó chutney
Ritzkex

Sjóða sætar kartöflur (gott að sjóða ekki of mikið – þær fara líka inn í ofn). Kartöflur skornar niður og settar í botninn á eldföstu móti.
Spínati dreift yfir (nota meira en minna) kartöflur.
1 og ½ krukka fetaostur (bláu krukkurnar) dreift yfir spínatið.
Kjklingabringur skornar í sneiðar og steiktar upp úr smjöri/olíu á lokaðri pönnu.

Kjúklingabringunum velt upp úr 1-1½ dós af Mango chutney og raðað ofan spínatbeðið/fetaostinn. 1½ pakki (eða eftir smekk) Ritz kex sett ofan á.
Sett inn í ofn þar til Ritz kexið er farið að taka lit, u.þ.b. 20mín á 180°C.

2.8.11

Berja-osta gums

Berja-osta gums

300 gr. makkarónukökur (gott að kremja aðeins)
150 gr. bræddur smjörvi (þessu blandað saman og sett í form)

300 gr. rjómaostur
150 gr. flórsykur
2 pl. þeyttur rjómi
(rjómaostur og flórsykur hrært, þeyttum rjóma bætt varlega í, blandað saman sett ofan á botnana, fryst)


Krem.
200 gr. brætt suðusúkkulaði
1 dós sýrður rjómi
(Þessu blandað saman og sett ofan á frostna kökuna, þarf ekki endilega, hægt að gera allt í einu og frysta)

Jarðarber og bláber (eða vínber) helst fersk, sett ofan á, sett í ísskáp í 2 klst. áður en borið er fram.

Gott að setja örþunnt lag af þeyttum rjóma undir ávextina.

27.4.11

Enchiladas

Kjúklingur, heill
Laukur
Paprika
Rifinn ostur
Rjómaostur
Kotasæla
Fajitas pönnukökur
Salsasósa

Kjúklingurinn er steiktur og rifinn niður. Laukur og paprika skorin niður og steikt á pönnu.
Kjúklingurinn og grænmetið sett í skál ásamt rifnum osti, smá rjómaosti og 1 dós af kotasælu og hrært í mauk.
Fajitas pönnukökur rétt lagðar í bleyti í sjóðandi olíu, þær verða aðeins stökkar við það (má sleppa því að steikja þær, ég sleppti)
Maukið sett í pönnukökurnar, þeim lokað og settar í eldfast mót.
Yfir pönnukökurnar er sett salsasósa og rifinn ostur.
Sett inn í ofn í u.þ.b. 10-15 mín við 200°C.

Einnig er gott að setja smá hreina jógúrt, salsa og jafnvel maukað avocado ofan á.

Skyrdesert

1 stór dós KEA vanilluskyr
1 peli rjómi
1 lítil dós kókosmjólk
1 tsk vanillusykur
Kókosmjöl, magn þekur vel pönnu
Saxað súkkulaði, magn og gerð eftir smekk
Jarðaber
Bláber

Kókosmjöl er ristað, sett til hliðar og geymt.
Rjómi er þeyttur og geymdur.
Kókosmjólk er blandað saman við skyrið.
Rjóma er blandað varlega saman við skyrblönduna.
Söxuðu súkkulaði og vanillusykri blandað útí.
Hluti af kókosmjölinu og berjum blandað saman við.
Rest af kókosmjöli og berjum sett ofan á.
Geymt í kæli í góða stund.

15.6.10

ávaxtadressing..

hægt er að nota ávexti úr dós... eða skera þá brakandi ferska eins og ég gerði :O)
nota oftast, appelsínu, epli, peru, banana, kiwi og vínber.

dressingin er í þessum hlutföllum
- 1 dós hrein jógúrt, mér finnst lífræna best
- 1 dl þeyttur rjómi
- 1 tsk sherrý
- 2-3 tsk púðursykur

hrært saman og kælt.

Cajun kjúklingapasta

Creamy Cajun Chicken Pasta - fyrir 2


Ingredients
• 2 kjúkl.bringur - skorið í bita• 115 gr linguine pasta • 2 tsk cajun seasoning • 2 msk smjör • 1 græn paprika skorin í þunnar sneiðar• 1-2 bollar af sýrðum rjóma 10 eða 18%• 2 msk sólþ.tómatar skornir smátt• 1/4 tsk salt • 1/4 tsk dried basil • 1/8 tsk ground black pepper • 1/8 tsk garlic powder • 1/4 bolli parmesan cheese

Leiðbeiningar
1. 1
krydda kjúklinginn með cajun kryddinu og láta liggja í nokkrar mín áður en byrjað er að steikja kjúllann á pönnu
2. 2
steikja kjúkling úr smjöri í 5-7 mín (má alveg nota e-ð annað en smjör)
3. 3
Lækka hitann og bæta við paprikunni, sýrða rjómanum, sólþ.tóm, basil, salti, hvítlaukskryddi og salti og hita vel í gegn. Mér finnst best að hafa í góðan tíma þannig þetta nái að malla soldið.
4. 4
hella kjúkling yfir pastað og strá parmesan osti yfir

Hér er uppskriftin á ensku og hægt er að fara inn á þessa slóð og breyta uppskrift eftir fjölda o.fl. líka myndir af réttinum :)

http://www.recipezaar.com/Creamy-Cajun-Chicken-Pasta-39087
t.d hér eru hlutföllin fyrir 8 manns:
• 8 boneless skinless chicken breasts, cut into thin strips
• 453.59 g linguine, cooked al dente
• 8 teaspoons cajun seasoning
• 1/2 cup butter
• 4 thinly sliced green onions
• 4-8 cups heavy whipping cream (ég notaði bara 5 hér)
• 1/2 cup chopped sun-dried tomato
• 1 teaspoons salt
• 1 teaspoons dried basil
• 1/2 teaspoon ground black pepper
• 1/2 teaspoon garlic powder
• 1 cup grated parmesan cheese

3.5.10

Graskerssúpa

1 grasker (Squash) (í teninga)
2 laukar (saxaðir)
3 hvítlauksrif (rifin)
1 msk karrí
salt & pipar
kjúklingasoð – 750 ml
ca 2 dl rjómi
Kjúklingabitar (má sleppa)
Parmesan (má sleppa)

Láta laukinn svitna við meðalhita, bæta graskeri út í ásamt karrí og steikja í ca 5 mín, setja svo soð út í og láta sjóða í ca 10 mín eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Mauka svo með töfrasprota og bæta rjóma útí. Láta þá suðu koma upp í smá stund. Salt og pipar í lokin.

Mjög gott að steikja smá kjúkling (ca bringu á mann) og skera í litla bita og setja út í súpuna þegar hún er komin í diskana. Gott að strá parmesanosti yfir.

Ef einhver skyldi ekki vita hvað Squash er þá er hlekkur á mynd af því hér að neðan. Passið bara að það sé hart þegar þið kaupið það. Svo er ágætt að nota kartöfluflysara til að skræla.
http://img.photobucket.com/albums/v51/MarieAlice/The%20English%20Kitchen/butternut-squash.jpg.

11.3.10

Grænmetislasagna Öldu

Grænmetislasagna
1 laukur
u.þ.b 4 hvítlauksgeirar
3-4 msk tómatpaté
1 dós tómatar
1 dl vatn
1 grænmetistengintur
1 msk ferkst basil
1 tsk salt
½ tsk hvítur pipar
1 tsk karrý
1 gulrót
100gr. brokkólí
½ súkíni
2 msk súsæt sósa
1 lítil dós kotasæla
2 msk olía
Lasagnablöð
Rifin ostur

Laukir skorinn og létt steiktur í olíu. Tómatpaté, tómötum, vatni, súrsætri sósu og kryddi bætt við og látið sjóða um stund.
Grænmeti skorið og léttsteik í olíu. Grænmetið sett smám saman út í laukblönduna ásamt kotasælu. Látið malla um stund eða þar til kotasælan fer að bráðna.
Gumsinu raðað í fata með lasagna plötum á milli. Rifin ostur settur ofan á. Bakað við 200°C þar til lasagnaplöturnar eru orðna mjúkar.
Ég hef bætt við papriku í réttinn og stundum sveppum (það voru engir sveppir á laugardaginn!) og sett aðeins meira af kotasælu en uppskriftin segir til um. Eins nota ég alltaf Karry de lux frá pottagöldrum og stundum passar að setja aðeins meiri súrsæta sósu en uppskriftin segir til um.
Njótið vel!

27.11.09

Hafrakökur à la Sæunn

Vegna fjölda áskorana set ég inn þessa hafrakökuuppskrift ;)

1/2 bolli kókosmjöl
1 og 1/2 bolli hveiti
1/4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli smjör (eða ca. 150 gr)
6 msk smjörlíki (sleppti nú bara)
1 og 1/4 bolli púðursykur
1 bolli sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
2 og 1/4 bolli haframjöl
175 gr rúsínur (sleppti þeim þarna um daginn)
200 gr súkkulaðidropar (blandaði þeim og suðusúkkulaði)

Hræra saman smjöri og smjörlíki, svo öllum sykri, eggin eitt í einu, þeytt vel á milli, síðan öllum þurrefnum, endað á rúsínum og súkkulaði.
Ég nota bollamál (50 ml) til að móta kökur sem ég set á bökunarpappír, baka í 15 mín við 150 gráður á celsíus. Ég vil hafa þær frekar ljósar.

Alveg ekta kökur nú á aðventunni.

24.10.09

Baunabuff

Ath þetta er stór uppskrift!

1 pk kjúklingabaunir (leggja í bleyti yfir nótt og sjóða svo í klst daginn eftir)
½ msk hvítlauksduft
2 msk karrýduft
1 grænmetisteningur (leysa upp í mjólkinni t.d.)
3-5 dl mjólk
tæplega ein dós sólþurrkaðir tómatar
2-4 gulrætur
Soðnar kartöflur (ef maður á afgang, annars óþarfi)
1 laukur
1 ½ tsk tómatpúrra
Bankabygg (1 bolli ca) (má sleppa)
1 chillipipar – ferskur (má sleppa)
½ msk cumin
1 msk tahini
Kartöflumjöl (50g)

Steikingarhjúpur
Haframjöl
Brauðrasp
Sesamfræ

Allt nema steikingarhjúpur sett í mixer og tætt vel og svo blandað saman í sér skál (ásamt því sem þarf augljóslega ekki að tæta:)).

Buffin eru mótuð og svo hjúpuð áður en þau eru steikt á pönnu þar til þau eru orðin mátulega stökk/brúnuð. Nota nokkuð vel af ólífuolíu (má vera önnur olía) á pönnuna. Buffin svo sett saman tvö og tvö í álpappír og fryst. Síðan er gott að hita þau í samlokugrilli (á pönnu/ í ofni)

Annað sem bæta má við:
Parmesan
sítrónusafi
cayenne pipar
paprikuduft
ýmsir afgangar (t.d. hýðishrísgrjón)

Ekkert af þessum mælieiningum hérna að ofan eru heilagar. Ég setti þetta bara inn fyrir þá sem skilja ekki "dash":)

28.6.09

Lemon & Garlic Roast Chicken

Mínir punktar:

2. Nnotaði sjávarsalt og aðeins meira af hvítlauk
3. Bæta líka við cumin og ég var með paprikukrydd venjulegt
4. Enga óþolinmæði hér!
7. Notaði rjómaost því ég átti ekki smjör
13. Ég setti þetta allt í pott og tók ekki úr fituna enda lítið af henni. Bætti við sýrðum rjóma, kryddi og hrærði saman í sósuna sem er ómissandi

10.2.09

Brunch pönnukökur

Eplapönnsur með Agavesýrópi on the side!

Fyrir 4
(ég dobbla alltaf uppskriftina á þá afganga og er með nóg)

200 g hveiti Spelt ég nota fínt Mikki gróft þið ráðið
2 tsk bagepulver/lyftiduft
100 gr flórsykur
1 tsk kanel
1 egg
2 dl mjólk nota undarennu má nota hvaða mjólk sem er, Mikki notar soja mjólk
2 skrælluð epli gróft rifin
hesilhnetur eftir smekk mér finnst geggjað, grófthakkaðar setja svona handfyllir

Blandið saman hveiti, lyftidufti, flórsykri, kanel saman í skál, svo setjið eggin og mjólkina í aðra skál og pískið saman svo gerið þið gat í svona pláss í miðjunni þar sem hveitið og það er og setjið mjólkin og eggin þar í miðjuna, setjið svo eplin sem eru gróftrifin ofan í ef þið tvöfaldið uppskriftina sem ég geri alltaf þá notið 3 epli mikið að setja 4 en ráðið. Svo setjið smjör á pönnuna svona 2 tsk og setjið slatta á pönnuna og gerið pönnsur!!
Gott að borða með agave sýrópi algjör snilld!!

Bon appetit og endilega látið mig vita ef prófið með grófu spelti eða soja hvað ykkur finnst mikki segir það sé betra herra hollur hf hahaha!
Smúts Sigga

15.12.08

Piparkökur

Gingerbread men (ensk uppskrift)

185 g smjör, lint
3/4 b púðursykur
1/4 b síróp
1 egg
2 og 3/4 b hveiti
1 tsk engifer
1 tsk kanill
1/2 tsk natron

Blanda sykri og smjöri. Bæta svo eggi og sírópi út í. Síðan rest. Deigið kælt í ísskáp í 1 klst.
Deig flatt út í 5 mm þykkt. Stungið út. Bakað í 10 mín við 180°C.

Ps. aðalatriðið er að deigið sé nógu þykkt og að baka kökurnar ekki of lengi (ég tek þær út þegar þær er rétt svo farnar að brúnast á köntunum).

Rjómasúkkulaðidraumur

Jóladrykkur fyrir 4

150 g rjómasúkkulaði (ég hef notað ýmiss konar súkkulaði - fer eftir smekk)
5 dl mjólk, heit
1/2 tsk kanill
1 msk hlynsíróp
salt á hnífsoddi

Hrærið súkkulaði í mjólkinni í potti þar til það hefur bráðnað. Bætið rest út í , hitið vel og hellið í glös. Skreytt með þeyttum rjóma (eða vanilluís)

Jólakonfekt - Maltakropp

Botn:
200 g Suðusúkkulaði
90 g smjör
2 pk Nóa Maltabitar
1 b Rice Crispies

Krem:
1/2 dl rjómi
100 g suðusúkkulaði
50 g smjör
2 bollar flórsykur
Nóa kropp til skrauts

Botn:
Bræðið súkkulaðið og smjörið. Myljið Maltabitana og hrærið út í blönduna ásamt Rice. Þrýstið blöndunni í ferkantað form (sem klætt hefur verið með bökunarpappír - geri það ekki). Kælið botninn og útbúið kremið

Krem:
Hitið rjómann og brytjið súkkulaðið út í. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Bætið smjörinu út í og hrærið flórsykurinn hægt saman við. Látið kremið standa í 12-15 mín. Smyrjið kreminu á kaldan botninn, stráið Nóa kroppi yfir og kælið þar til kremið hefur stífnað. Skerið í bita.

18.11.08

Skonsur

Var með skonsur í mömmuhittingi og einhverjar vildu fá uppskriftina.

1 bolli sykur
3 egg
4 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
mjólk (ca 1 ltr)

Sykur og egg þeytt vel saman. 1 bolla af hveiti, 1 tsk af lyftidufti og mjólk bætt við, hrært - endurtekið 4 sinnum. Ég nota oftast alveg um 1 ltr af mjólk, kannski rétt tæplega.

Bakað á pönnu við vægan hita, aðeins vægari en pönnukökur. Gefur 12-14 skonsur.

16.11.08

Skólastjórasúpa

Hráefni:
3-4 msk olía
1 1/2 karrý
heill hvítlaukur
1 púrrulaukur
2 rauðar paprikur
2 grænar paprikur

Þetta er steikt smástund á pönnu (tiltölulega smáir bitar) og svo sett í pott ásamt:

1 askja rjómaostur 400 gr.
1 flaska Heinz chillisósa
3-4 teningar kjúklinga/grænmeti
1 og 1/2 l vatn
1 peli rjómi
salt og pipar eftir smekk

Hrært vel í á meðan suðan kemur upp. Smakka til (ég bæti t.d. alltaf við meiri chillisósu og hef meira af karrý en stendur í uppskrift).

4 stk. kjúklingabringur skornar í smáa bita og steiktar á pönnu. Bætt við súpu undir lokin.

Gott að gera kvöldinu áður.
Heil uppskrift er fyrir ca. 6-8 manns.

14.11.08

Stórar haframjölskökur

Hér kemur uppskriftin sem við vorum að tala um í saumó en hún er fengin af þessari slóð. Ég set hana inn eins og hún kemur af netinu en ég notaði hins vegar suðusúkkulaði (200 gr) og mér fannst það sko gott! :)

3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 bolli brætt smjör/smjörlíki (ca 200gr)
2 tsk vanilludropar
2 egg
1 2/3 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 bollar haframjöl
2 bollar brytjað súkkulaði. (Ég nota rosa oft Mónu rjómasúkkulaðidropana og sker þá til helminga. Þarf að mig minnir ca 2 pakka af þeim. Annars nota ég líka bara Nóa Siríus rjómasúkkulaði. Finnst ekki jafn gott að nota suðusúkkulaði)
1 bolli rúsínur

Ofn hitaður í 160°C

Hræra saman sykri, púðursykri og smjöri þangað til þetta veðrur ljóst og létt í sér.
Bæta við vanilludropum og eggjum.

Ég mæli svo þurrefnin öll saman í skál og sigta þau, þ.e. hveitið, matarsódan og saltið og hræri þeim aðeins saman og helli svo út í.

Svo blanda ég saman haframjöli, súkkulaði og rúsínum í skál og hræri út í.

Set bökunarpappír á plötu og nota 1/4 bollamál fyrir hverja köku. Þetta verða svona stórar þykkar ekta amerískar kökur. Ef þið viljði hafa þær minni og svona týpískar íslenskar þá bara helminga þetta.

Bakað í ca 18-22 mínútur, fer eftir ofninum bara en þið sjáið það nokkurnvegin þegar þær eru orðnar aðeins gylltar. Kæla svo og borða eða setja í box. Oftast finnst mér best að gera þetta kvöldið áður og setja í box með brauðsneiðum til að mýkja þær upp.

Þessi uppskrift gerir uþb 22-24 stórar kökur.

7.11.08

Kanilsnúðar

Innihald:


4 dl spelt hveiti
2 dl malaðar hnetur og möndlur
2 tsk vínsteinslyftiduft (gerlaust)
smá salt
1 msk kanill
2 msk olífuolía
1 1/2 dl ab-mjólk, vatn eða sojajógurt ( ég notaði bara undanrennu átti ekki ricemjólk)

1 sykurlaus bláberjasulta
smá kanill

Aðferð:

Hneturnar eru muldar í matvinnsluvél. Ef þið nennið ekki svoleiðis stússi þá er hægt að kaupa bara malaðar möndlur. Ég hef prófað ýmsar hnetur í þetta en finnst möndlurnar gefa besta bragðið. einnig fannst mér eitthvað hálf ansalegt að blanda saman kanil og bláberjasultu en það kemur svo miklu betur út en ég átti von á. skora á ykkur að prófa þetta. Þetta er mjög vinsælt á mínu heimili enda miklir sælkerar þar á ferð.
Öllu er blandað saman í hrærivélaskál og hrært saman. Degið er svo flatt út, kanil er stráð yfir, sultan er smurð á. NB það þarf rosalega þunnt lag annars fer allt út um allt. er svo rúllað upp og skorið í 2 cm bita. Snúðarnir bakast svo í 12-15 mín við 200C

21.9.08

Guacamole

Innihald:
-2 þroskuð avókadó (í stærri kantinum)
-2 tómatar (kjarnhreinsaðir og flysjaðir)
-1/2 - 1 grænn chilli (fræhreinsaður)
-2 msk lime safi
-1 msk rauðlaukur (smátt saxaður)
-1 hvítlauksrif (smátt saxað eða marið í pressu)
(ath ekkert af þessu er heilagt, best að smakka til og gera þetta eftir "auganu")

Aðferð:
-Skræla avókadó og stappa með gaffli (betra en að setja í matvinnsluvél)
-Skræla tómata og kjarnhreinsa, skera í litla bita
-Fræhreinsa chilli og skera smátt
-Merja tómat og chilli saman og setja út í avókadómaukið
-Bæta smátt söxuðum rauðlauk og hvítlauk saman við
-Krydda með salti og pipar

29.8.08

Skúffukaka a la mamma

Jæja ég tek áskoruninni og set inn uppskriftina hennar mömmu af skúffukökunni gömlu góðu:
Athugið ég held að vesenið sem einhverjar lentu í gæti tengst hvað þið setjið sem BOLLI.. ég nota þetta klassíska bollamál sem er 1 cup = 8 OZ eða 250 ml/gr

a)
4 egg
2.5 bollar sykur (250 gr. hver bolli)
þetta er þeytt vel saman (hrærivél)

b)
3 bollar hveiti (250 gr hver bolli)
4 msk kakó
2.5 tsk matarsódi
1.75 tsk salt

c)
300 gr. smjör / smjörlíki brætt

b og c er blandað saman við a og hrært rólega.
Þegar það hefur blandast vel saman þá er 2 bollum af súrmjólk sett saman við og hrært létt þannig allt er orðið að ljósbrúnu deigi.

Sett í smurða djúpa ofnskúffu
Undir og yfirhiti ca.180 gr. í um 40 mín. Best er að stinga hníf í miðja kökuna og athuga hvort hún sé bökuð.

Kremið:
Best er að kakan sé orðin frekar köld þegar kremið er sett á.
d)
- 500 gr. flórsykur
- 5 msk kakó

e)
- 30 grömm smjörvi
- tæpur dl mjólk
Smjörvinn og mjólkin er brætt saman og blandað rólega við d)
Passa að það verði ekki of þunnt þannig oft þarf ekki allt í e) við kremið, smakka það líka til.

Gangi ykkur vel og bjallið bara ef þetta flækist eitthvað fyrir ykkur... efast um það þar sem þið eruð svo miklir snillingar í eldhúsinu.
Mér finnst kakan alltaf best daginn eftir þannig ég geri oft kökuna kvöldið áður og svo kremið stutta stund áður en ég ber hana fram.

kveðja, Rósie

28.8.08

Súkkulaði-pekanhnetukaka

Var löngu búin að lofa að skella þessari inn - here goes ....

Það má auðvitað sleppa pekan-hnetunum og þá er þetta orðið að hefðbundinni súkkulaði-hlynsírópsböku en mér finnast hneturnar alveg ómissandi.

Botn:
200 g hveiti
75 g smjór, kalt, skorið í bita
50 g sykur
kalt vatn eftir þörfum

Setjið hveiti, smjör og sykur í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til blandan er mylsnukennd (eða setjið allt saman á borð og myljið smjörið saman við með fingurgómunum). Bætið köldu vatni út í smátt og smátt, þar til hægt er að hnoða deigið í kúlu. Leggið það svo yfir köku/bökumót (t.d. lausbotna), ég nota sílíkon bökuform. Smart er að snyrta brúnirnar. Kælið botninn meðan fyllingin er búin til og ofninn hitaður.

Fylling:
200 g Siríus súkkulaði
60 g smjör
50 g púðursykur
150 g hlynsíróp
3 egg
100 g pekanhnetur

Hitið ofninn í 180 gráður á Celsíus. Bræðið saman og smjör í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Setjið púðursykur og hlynsíróp í pott, hitið rólega og hrærið þar til púðursykurinn er uppleystur. Takið pottinn þá af hitanum og látið blönduna kólna svolítið. Hrærið eggjunum saman við, einu í einu, og síðan súkkulaðiblöndunni. Hellið fyllinguna í deigskelina og bakið í 15 mínútur. Takið þá bökuna út, dreifið pekanhnetunum jafnt yfir fyllinguna og bakið áfram í 10-15 mínútur.

Mér finnst gott að bera bökuna fram volga, bæði með ís og rjóma.

Ég geri oft botninn og fyllinguna fyrir matarboð og geymi botninn inn í ísskáp og fyllinguna bara í pottinum þar til fólk er farið að borða matinn. Þá skelli ég þessu inni ofninn og er bakan þá heit og góð þegar ég ber hana fram eftir matinn. namminamm.....

15.8.08

Súkkulaðibomba

Brætt
120 g suðusúkkulaði
50 g smjör
2 msk sterkt kaffi (hér mætti skella smá whisky eða öðru með)

Þeytt
2,1/3 dl púðusykur
2,1/3 dl sykur
5 egg
1/4 tsk salt

Þessu blandað saman.

Bætt út í:
85 g hveiti
2/3 dl kakó
2,1/3 dl gróft brytjað súkkulaði

Bakað í 30 mínútur á 180°C

Skyrkaka

Uppskrift fyrir 8-10

2 stórar vanillu KEA skyrdollur
2 stórar hreinar MS skyrdollur
5 eggjahvítur
1 teskeið vanillusykur
5 blöð af matarlími
Slatti af möndlum
Slatti af heslihnetum
4 kexkökur af Better Choice
Smá af Agave sírópi til að halda botninum saman

Fylling
Hræra skyrið saman, hræra vanillusykurinn saman við og hræra svo eggjahvítunum saman við þegar þú ert búin að stífþeyta þær, þar næst matarlímið og ekki hræra mikið eftir að það er komið saman við.

Botn
Setja í matvinnsluvél eða mixara, möndlurnar, hneturnar, kexið og svo sírópið saman við.
Skreyta með hnetum og möndlum
Geyma í kæli í nokkra klukkutíma áður en þetta er borið fram

20.12.07

Bántíkaka

Botn:
1. 4 eggjahvítur
2. 200 gr. flórsykur
3. 200 gr. kókosmjöl.

1. og 2. er vel þeytt saman og svo er 3. bætt saman við. Hrært saman í stutta stund.

Sett í smurt form og í ofn í 30-40 mín við 150 C og undir og yfirhita. Athuga skal að botninn er tekinn út áður en hann byrjar að brúnast.. maður heldur að botninn er ekki tilbúinn!!... þegar botnið er smá brúnn þá kippa út.

Kremið:
4. 4 eggjarauður
5. 60 gr. flórsykur
6. 50 gr. smjör
7. 100 gr. suðusúkkulaði

4. og 5 er þeytt mjög vel saman. Síðan er 6. og 7. brætt í potti og hellt út í. Kremið látið volgt ofan á. Þeyttur rjómi settur ofan á.. og bántí til skreytinga. Líka hægt að nota jarðaber yfir eða með.
Hægt er líka að setja frosinn rjóma ofan á...

27.11.07

Pestó kjúlli

Uppskriftin sem Valdís er búin að gleyma.... en gaf mér einhvern tímann.. að ég held og smakkast svona aldeilis vel.

- ca. 4-6 bringur, skera til helminga þannig þetta verði langir og mjóar bringur/hálfbringur ;O)
- Steikja kjúklingabringur á pönnu og krydda með kjúklingakryddi. Steikja þannig þær lokist vel og næstum steiktar í gegn.
- Setja í eldfast mót kjúllabringur og hella yfir Maplesýrópi eða Hlynsýrópi eða Hlynssýrópi!! Það á að vera ca. 1/2 cm þykkt lag af sýrópinu.
- Setja þunnt lag af grænu pestói ofan á bringurnar.

Inn í ofn ca. 180 gráður í ca. 30 mín.

Camenbert salat

Setja í skál:
agave sýróp (nokkrar matskeiðar.. svona dassshhh)
balsamik (t.d. frá La selva heilsuvörur) (nokkrar matskeiðar.. svona dassshhh)
hungang, svona matskeið eða svo
Hræra vel saman

skera niður jarðaber og tómata og setja í skál með bláberjum,
bara svona ca ein askja af hverju, og nota kirsuberjatómata.
Setja svo vökvann hér að ofan saman við og hræra saman. Þetta á að vera vel blautt en ekkert í kafi í vökva.

Setja á diska eða stóra skál klettasalat, rucola og svo einhvern vegin öðruvísi gott salat.
og blanda hinu saman við .. berjunum og co.
þetta er ekkert rosamikill vökvi en samt svona til að bleyta í salatinu.

svo er að setja camenbert inn í ofn í ca.10 mín, gott að setja í álpappír.
Setja á pönnu púðursykur .. svona matskeið... dash.. og svo rúmlega matskeið af balsamiki....
hræra saman þannig þetta verður svona eins og karmella og setja pecan hnetur saman við, hræra og setja þannig hjúp á hneturnar.

Setja þetta ofan á salatið og hella stinga gat í álpappírinn á cammó og kreista hann yfir.

29.8.07

Karamellukakan góða

Botnar:
200g sykur
3 egg
100g pekanhnetur, saxaðar
100g döðlur, saxaðar
100g suðusúkkulaði, saxað
50g Kellogg´s kornflögur
1 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi

Egg og sykur þeytt vel saman. Pekanhnetum, döðlum, súkkulaði, kornflögum og lyftidufti bætt varlegasaman við. Sett í tvö hringform, bakað við 200 C í 20 mín. Rjóminn þeyttur, helmingi smurt milli botna,rest ofan á.

Krem:
200g ljósar Nóa töggur
1 dl rjómi
Brætt saman við vægan hita, kælt vel áður en hellt yfir köku.

ATH! Inga svindlaði á uppskriftinni

1. Í minni köku voru engar pekanhnetur. Ástæðan er sú að Kristín var að koma í saumó og hún borðar ekki hnetur! :) Í staðinn hafði ég bara 150g döðlur og 150g suðusúkkulaði.
2. Ég tek 1 dl af rjóma í kremið af þessum 1/2 l sem á að fara á milli og ofan á kökuna. Þannig að samtals nota ég 1/2 l af rjóma, finnst það alveg nóg. (ca 2 dl á milli botna, 2 dl ofan á köku, 1 dl í karamellurnar).
3. Í staðinn fyrir ljósar Nóa töggur sem fást bara blandaðar við svartar töggur (eða ég hef alla vegna ekki fundið þær seldar sér) þá nota ég Freyju karmellurnar í græna bréfinu. Þær eru akkúrat seldar í 200g pokum í Bónus.

9.10.06

Jennýar kaka

100 g smjörlíki brætt
1 b haframjöl
1 b kornfleks (Special K eða venjó)
1/2 b rúsínur (ég sleppi þeim yfirleitt)
1/2 b kókosmjöl
1/2 b púðursykur

Allt brúnað í smjörlíkinu við vægan hita í ca 10 mín. Sett í form

4 eggjarauður
100 g suðusúkkulaði brætt

Þeytt og hellt yfir (set stundum tvöfaldan skammt af þessu ef
ég vil hafa kökuna meira djúsí)

Rjómi þeyttur og settur ofan á, eða hafður on the side. Skreytt með ávöxtum.

28.9.06

Steinbítur með engifersósu

Dugir handa: 4

Hráefni:
7-800 g steinbítsflök , roð- og beinhreinsuð (eða annar fiskur)
2 msk olía
1-2 hvítlauksgeirar , saxaðir smátt
5 cm engiferbiti , rifinn eða saxaður smátt
150 ml vatn
3 msk hvítvín , þurrt eða sjerrí (eða meira vatn)
3 msk sojasósa
pipar , nýmalaður
salt ef þarf
2-3 msk graslaukur , saxaður

Leiðbeiningar:
Fiskurinn skorinn í nokkuð stóra bita. Olían hituð í stórri, þykkbotna pönnu og hvítlaukurinn og engiferinn settur út í og látinn krauma við hægan hita í nokkrar mínútur. Þegar hann er rétt að byrja að taka lit er vatninu hellt á pönnuna ásamt víninu, sé það notað, og sojasósunni. Hitinn hækkaður og látið sjóða niður í 3-4 mínútur. Smakkað til með pipar og e.t.v. salti, en sojasósan er svo sölt að þess ætti varla að vera þörf. Fiskurinn settur á pönnuna, lok sett á hana eða álpappír lagður yfir, hitinn hafður fremur vægur, og látið malla í um 5 mínútur. Graslauk stráð yfir og borið fram strax, gjarna með hrísgrjónum og sítrónubátum.

6.6.06

Texassúpa

Texassúpa (fyrir ca. 3-4)

2 bollar saxaður laukur
6 hvítlauksrif, saxaður/marinn
2 msk. Ólívuolía
½ tsk. Salt
= Steikt í potti í 8-10min.

2-4 tsk. Salsa sósa (tacosósa) bætt út í.
1 lítið chili, saxað.
1 bolli ferskt saxað koriander
1 bolli söxuð paprika
½ tsk. Pipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 dósir vatn
= soðið í 10-15 mín.

¼ bolli bbq sósa bætt út í ásamt kjöti þ.e. hakk/kjúklingur (steikt). Ca.4 kjúkl.bringur rifnar eða í litla bita
= Soðið í ca. 10.min með kjöti.

Borið fram með sýrðum rjóma (kotasælu), Avocado, Nacho/dorritios (sweet chili) og rifnum osti.

6.1.06

Skvísusalat

2 kjúllabringur (ég hef 3)
pipar
3 msk bbq sósa
1 poki jöklasalat (iceberg)
1/2 poki klettasalat
2 tsk grænt pestó
1 box kirsuberjatómatar
1 rauð paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 krukka af fetaosti m. sólþurrkuðum tómötum (ég set heila krukku)
Hvítlaukssalt
2 lúkur nachos flögur

Kjúlli skorinn í munnbita og steiktur á pönnu. Þegar hann er orðinn brúnaður þá er bbq sett út í, kryddað m. pipar og látið malla í smá stund. Kjúllinn svo kældur. Salatið sett í skál og pestó blandað saman við. Kirsuberjatómatar (til helminga) settir saman við + gróft skorin paprikan + smátt saxaður rauðlaukur og fetaostur. Gott að setja eitthvað af olíunni af fetaostinum með. Kryddað með smá hvítlaukssalti. Nachos flögur muldar yfir og síðast er kjúllanum blandað saman við. Gott að láta standa aðeins inn í ísskáp áður en borið fram.

2.12.05

Lion bar smákökur

100 gr Lion bar
100 gr saxað suðusúkkulaði
150 gr púðursykur
80 gr smjörlíki
1 egg
160 gr hveiti
1/4 tsk natron
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar

Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar

Hér lagaði ég líka aðeins. Hrærði fyrst egg, púðursykur, smjörlíki og vanilludropa saman þar til það varð "ljóst og létt" og bætti svo þurrefnunum út í. Blandan var ALLTOF þurr svo ég bætti við einu eggi, einnig notaði ég ½-1 tsk af natron. Að lokum notaði ég of mikið Lion bar þar sem ég keypti 3 stk í pakka og hvert þeirra er 45 gr. Notaði sem sagt 135 gr af Lion bar og það er BARA gott!!!

Marsipansmákökur

500 gr marsipan
300 gr flórsykur
1-2 eggjahvítur
2msk hveiti.

Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum. Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Bræddu súkkulaði smurt ofan á.

Svona leit uppskriftin út þar sem ég fékk hana en það vantar alveg í þessa hvað maður á að gera við flórsykurinn!!
En ég sem sagt setti hluta af honum á borðið, reif marsipanið ofan á og restina af flórsykrinum þar ofan á. Bleytti í með ca 1½ eggjahvítu, hnoðaði þar til ég var komin með þykkt deig og notaði hveiti á borðið og kökukeflið. Bakaði svo við ca 125-150°C þangað til þær voru ljósbrúnar. Notaði bæði suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaði ofan á og held að hjúpsúkkulaðið sé betra, harðnar amk MUN fyrr! :)

1.12.05

Sörur

BOTN:
200 gr fínt malaðar möndlur, best að taka möndluflögur og mala þær (ég krem þær bara í morteli)
3 ¼ dl flórsykur sigtaður
3 eggjahvítur

Eggjahvíturnar stífþeyttar. Möndlunum blandað saman við flórsykur og því svo blandað saman varlega við þeyttar eggjahvíturnar. Deigið sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 180°c þangað til þær eru tilbúnar, u.þ.b. 10 mínútur.
ATH. Fylgjast vel með kökum í ofninum.

SMJÖRKREM:
¾ dl sykur
¾ dl vatn
3 eggjarauður
150 gr smjör, búið að standa
1 matsk kakó1 tsk kaffiduft, (kremja þangað til það er orðið að púðri)

Vatn og sykur soðið saman í sýróp, tekur ca. 8-10 mín. Sýrópið þarf að vera farið að þykkna, passa að þetta sé ekki vatn með sykri lengur. Þeyta eggjarauður þangað til þær eru kremgular og þykkar. Hellið þá sýrópinu í mjórri bunu út í og þeytið á meðan. Látið kólna. Mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan. Kakó og kaffidufti bætt út í. Þá er kremið tilbúið. Kremið þarf að kólna mjög vel. Set það í ísskápinn í sólarhring eða frystinn þegar ég nenni ekki að bíða. (ég geri alltaf tvöfalda uppskrift af kreminu á móti einni af botnunum)

Þykku lagi af kremi smurt á botninn (slétta hliðin) á kökunum og kremhliðinni síðan dýft í bráðið súkkulaði. Ég smyr suðusúkkulaði á kökurnar og bræði það í örbylgjunni svo það sé ekki of heitt. Sumir nota líka völsuhjúpsúkkulaði en finnst hitt betra!

ATH. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Það þarf að gera þetta allt til að kökurnar séu góðar. Þetta er mjög seinlegt og fólk þarf að hafa góðan tíma.

15.9.05

Sítrónupasta með skinku

300g Tagliatelle
Salt
1msk ólífuolía
100g góð skinka
1 sítróna
2 egg
Nýmalaður pipar
2-3 msk nýrifinn parmesanostur (eða ostakurl)
Pastað soðið í saltvatni skv leiðbeiningum á umbúðum. Á meðan er olían hituð á pönnu, skinkan skorin í litla bita og steikt þar til hún er farin að taka lit; hrært nokkrum sinnum.
Börkurinn rifinn af sítrónunni í stóra skál og safinn kreistur yfir. Eggjunum þeytt saman við ásamt pipar.
Þegar pastað er soðið er því hellt í sigti og látið renna af því en síðan hvolft í skálina. Skinkunni hellt yfir ásamt olíunni og blandað vel. Ostinum stráð yfir, blandað lauslega og borið fram strax.

25.6.05

Bananakaka Siggu B!!

2 Egg
1 dl sykur

1 tsk vannilusykur
1tsk lyftiduft
1 eda half tsk salt
3 dl hveiti
100-150 gr smjor brætt
3 bananar eda fleirri

Okay thetta er bara besta bananakaka i heimi, er buin ad baka hana fyrir vinnuna og thau eru vitlaus i hana svo mer datt i hug ad skrifa hana hingad!

Sko thid eigid ad theyta sykurinn og egginn lengi svo thetta verdi svona eggjapuns, svo bætid vannilusykri og lyftidufti i og salti, svo hrært saman og svo hveitid og allt hitt sett saman vid!!
Thetta er til dæmis gott ad gera sem muffinst og tha getid bætt hindberja sultu i (bara nokkarar muffins til ad profa) eda sukkuladi med, eg baka oft eina koku og svo læt sultu i restina a deiginu og geri muffinst!!!

Ja gleymdi baka i svona 25 til 30 min a 200, en fylgjast vel med er ljos kaka!
Eg geri alltaf dobbel uppskrift og set 6 banana i!!
Og thetta er svo god kaka, vinkona min hun Lilja gaf mer uppskriftina!!!

Knus knus Sigga Birna

24.6.05

Oreo ostakaka


1.skál
1 bolli flórsykur
200 g rjómaostur
Hrært saman

2.skál
1 bolli nýmjólk
1 pakki royal vanillubúðingur
1 tsk vanilludropar
Hrært saman

3.skál
1 peli þeyttur rjómi

Skálum 1, 2 og 3 blandað saman (ljóst mauk). 24 oreokökur muldar í mixara og settar í mót, u.þ.b. 1/3 af ljósa maukinu, 1/3 af kökumylsnunni o.s.frv - endar á kökumylsnunni.

21.6.05

Rabarbarapæ

400-500gr. rabarbari
1/2 dl hveiti
2 egg
2 1/2 dl sykur

Þessu öllu hrært saman og sett í­ eldfast mót.
Eftirfarandi er mulið saman og dreift ofan á:

1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr. smjör

bakað í­ 45 mí­n við 200°C

Ís eða þeyttur rjómi hafður með.

Indverskur kjúklingaréttur með mango chutney

Indverskur kjúklingaréttur, mango chutney og ekki sterkur:

6 kjúklingabringur
Kjúklingakrydd
2 bananar
½ lítri rjómi (matreiðslurjómi.. hann er hollari ;O)
1 ½ krukka mango chutney ( frá Green label)
1 msk karrý (frá Rajah)
1 tsk tandoori krydd (Rajah eða Pottagaldrar)

Svo er þetta bara alveg imba auðvelt - steikja kjúklingabringurinar smá og krydda. Svo finnst mér best að hita allt hitt gumsið (fyrir utan bananana) bara örstutt í potti, bara rétt til að blanda því saman.
Kjúllinn settur í eldfast mót, bananarnir skornir niður og þeim
dreift yfir og að lokum er sósunni hellt yfir allt saman. Þessu er svo bara skellt inní ofn í 30-40 mín við ca. 180 gráður - getur það orðið mikið auðveldara!! ;o)

gott er að hafa brauð og hrísgrjón með ...
verði ykkur að góðu skvísur og fjölskyldur
kveðja,
Rósie

20.6.05

Límónu - sojakjúklingur

4 Kjúklingabringur (beinlausar og skinnlausar)
100 ml nýkreistur Lime safi (Úr ca 2 lime)
100 ml Sojasósa
3 msk Olía
3-4 Hví­tlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk Sykur
1 msk Rósmarí­n, ferskt, smátt saxað (Ég hef notað þurrkað og þá minna af því­)
1 tsk Oregano
1 tsk Chilikryddblanda
1/2 Chili aldin

Kjúklingabringum raðað á fat. Allt hitt sett í skál, hrært saman og hellt yfir. Látið liggja í­ kryddleginum í­ kæli í­ 6-12 klst og snúið við öðru hverju. Útigrill eða grill í­ ofninum hitað. Bringurnar eru teknar úr leginum og grillaðar við meðalhita í­ 10-15 mí­n eftir þykkt; snúið við öðru hverju og penslaðar nokkrum sinnum með kryddleginum. (Ég hef sett þær í­ ofninn í­ ca 20-25 mí­n).

Tilvalið meðlæti: hrí­sgrjón eða hrí­sgrjónanúðlur, sweet chili sósa og steikt/grillað grænmeti.

Mexí­kanskt lasagne

5 - 6 kjúklingabringur
1/2 laukur
2 rauðar paprikur
1 bréf Burritos krydd mix (má vera taco krydd mix)
2 dósir taco/salsa sósa
1/2 ltr matreiðslurjómi
6 Tortillas pönnukökur
Rifinn ostur

Skerið kjúkling í­ bita og lauk og paprikur í­ lengjur. Steikið laukinn og paprikuna á pönnu, kjúklingnum bætt viðog allt kryddað með burrito krydd mixi. Þegar kjúklingurinn er orðinn steiktur er salsa sósunni og rjómanum bætt út í­ og látið malla um stund.

Pönnukökurnar eru skornar til í­ botninn á eldföstu móti. Síðan er settur kjúklingur og pönnukökur til skiptis og endað á kjúklingi. Að lokum er rifnum osti dreift yfir.Sett í­ miðjan ofn við 200°C og jafnan hita í­ ca 15 mí­n eða þar til osturinn er vel bráðnaður.

Passar fyrir 4-6 (fer eftir stærð og matarlyst viðkomenda!).

Inga breytir þessu aðeins:

Ég nota 4-5 bringur, 1 lauk, 1.5 papriku ca. Í stað rjómans nota ég oftast nýmjólk (má einnig nota sýrðan rjóma) og þá aðeins minna af henni. Ég bæti gjarnan maísbaunum út í. En það er um að gera að nota hugmyndaraflið!

DO RE MI FA SO LASAGNA

1 bolli ricotta ostur
¾ bolli kotasæla
½ bolli frosið spí­nat, þí­tt, kreist og saxað
1 eggjahvíta
½ tsk oregano
12 lasagna plötur, ferskar
1 grillaður kjúklingur (ca. 1 kg)
4 bollar grænmetis-pastasósa með bitum, (chunky)
1 bolli fetaostur, mulinn
1 ½ bolli rifinn mozzarella ostur
¼ bolli svartar ólífur, saxaðar
¼ bolli steinselja, söxuð

Blandið saman í­ skál, ricotta osti, kotasælu, spínati, eggjahvítu og oregano. (Gott að saxa spínatið í matvinnsluvél og bæta svo hinu útí)

Takið skinnið af kjúklingnum og brytjið í munnbita. Kjötmagnið ætti að vera ca.3 ½ bolli.

Sprayið eldfast mót ca 22cm x 32cm, með non-stick sprayi, og setjið lasagnað saman þannig:
1 bolli pastasósa yfir botninn, 4 lasagnaplötur, aftur 1 bolli sósa, næst 1/3 af kjötinu svo 1/3 feta, 1/3 mozzarella og 1/3 ólí­fur. Aftur 4 lasagnaplötur, svo 1 bolli sósa, 1/3 kjöt, öll osta-spí­nat blandan, svo 1/3 feta, 1/3 mozzarella, 1/3 ólífur. Að lokum síðustu 4 plöturnar, svo það sem eftir er af sósu, kjöti, feta, mozzarella og ólí­fum.
Stráið steinselju yfir.

Hyljið lauslega með álpappí­r og bakið við 190° í 45 mín. Takið álpappírinn af þegar 5 mínútur eru eftir af tímanum. Látið rjúka í­ 10 mín áður en borið er fram.

(Áætlað fyrir 8 manns)